Við­ur­kenna mis­tök sín

Fréttablaðið - - NEWS - – þea

Stjórn­völd á Srí Lanka verða að axla ábyrgð á því að ekki var kom­ið í veg fyr­ir hryðju­verka­árás­ir páska­dags eða skað­inn af þeim lág­mark­að­ur þótt það hefði ver­ið hægt. Þetta sagði Ruw­an Wij­ew­ar­dene, að­stoð­ar­varn­ar­mála­ráð­herra Srí Lanka, í gær.

Að minnsta kosti 359 fór­ust í árás­un­um og rúm­lega fimm hundruð særð­ust. Áð­ur var greint frá því að leyni­þjón­usta lands­ins hafði feng­ið upp­lýs­ing­ar um að árás­ir gætu ver­ið yf­ir­vof­andi en stjórn­völd voru ekki lát­in vita.

„Við verð­um að taka ábyrgð á þessu þar sem það hefði ver­ið hægt að koma í veg fyr­ir eða lág­marka skað­ann ef upp­lýs­ing­arn­ar hefðu rat­að í rétt­ar hend­ur,“sagði Wij­ew­ar­dene um mál­ið. Laks­hm­an Kiriella, for­seti þings­ins, sagði að emb­ætt­is­menn hefðu vís­vit­andi kom­ið í veg fyr­ir að stjórn­völd fengju upp­lýs­ing­arn­ar.

Mait­hripala Sirisena, for­seti Srí Lanka, hef­ur ákveð­ið að reka varn­ar mála­ráð­herra og rík­is­lög­reglu­stjóra vegna máls­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.