Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Vænt­ing­ar í Skaga­firði

Kjara­samn­ing­ar hafa ver­ið sam­þykkt­ir með mikl­um meiri­hluta at­kvæða. Hjá SA var nán­ast um sov­éska kosn­ingu að ræða og um 85 pró­sent allra launa­manna sem tóku þátt sögðu já. Stétt­ar­fé­lag­ið Ald­an í Skaga­firði sker sig þó úr en þar var samn­ing­ur sam­þykkt­ur með eins at­kvæð­is mun. Kannski er þetta vís­bend­ing um að vænt­ing­ar fólks inn­an Skag­firska efna­hags­svæð­is­ins séu meiri en ann­ars stað­ar á land­inu. Eða hvort launa­fólk í þessu höf­uð­vígi Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði vilj­að sjá upp­sagn­ar­á­kvæði ef svo illa færi að Al­þingi sam­þykkti þriðja orkupakk­ann eða inn­flutn­ing á fersku kjöti.

Öll at­kvæði telja

Þátt­taka í at­kvæða­greiðsl­um verka­lýðs­fé­lag­anna um samn­ing­ana var frek­ar dræm. Slíkt er svo sem eng­in ný­lunda en mið­að við hvernig sum­ir verka­lýðs­for­ingj­ar hafa tal­að, ættu miklu fleiri að hafa skoðun á samn­ing­un­um. Því er gjarn­an hald­ið fram af þeim sem heima sitja að þeirra at­kvæði skipti hvort sem er ekki máli þeg­ar upp er stað­ið. Þetta átti þó alls ekki við hjá Öld­unni þar sem 29 sögðu já en 28 nei. Einn fé­lags­mað­ur skil­aði auðu. Hafi hann feng­ið bak­þanka varð­andi ráð­stöf­un at­kvæð­is síns er hægt að róa hann. Samn­ing­arn­ir hefðu ver­ið sam­þykkt­ir ef at­kvæði hefðu fall­ið jafnt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.