Græn­meti á grill­ið

Fréttablaðið - - SUMARGRILL -

Grill­að græn­meti bragð­ast allt öðru­vísi en soð­ið græn­meti enda inni­held­ur það nátt­úru­leg­an syk­ur sem kara­mell­ast við há­an hita. Fyr­ir vik­ið öðl­ast græn­met­ið dýpra og kraft­meira bragð. Flest allt græn­meti bragð­ast vel grill­að og er um að gera að prófa sig bara áfram. Hægt er að skella því beint á grill­ið, þræða upp á tein eða grilla í ál­bakka, allt eft­ir stærð bit­anna

og mýkt græn­met­is­ins.

Fennik­an er til­tölu­lega ný á borð­um lands­manna en bragð­ast mjög vel grill­uð þar sem anís­bragð­ið nýt­ur sín vel. Sker­ið rótar­end­ann af og fjar­læg­ið ysta lag­ið ef þarf. Sker­ið þunn­ar sneið­ar, pensl­ið með olíu og krydd­ið með salti og pip­ar eða öðru kryddi.

Eggald­in er ann­að græn­meti sem er til­tölu­lega nýtt fyr­ir marga lands­menn. Eggald­in hent­ar mjög vel á grill­ið en til að það verði stökk­ara og safa­rík­ara er best að láta sneið­arn­ar liggja í salt­vatni í um 30 mín­út­ur. Leys­ið 2 msk. af salti upp í 1 dl af heitu vatni. Sneið­ið eggald­in­ið langs­um eða þvers­um í 1 cm sneið­ar. Legg­ið sneið­arn­ar í skál og hell­ið salt­vatn­inu yf­ir ásamt köldu vatni. Lát­ið liggja í 30 mín. Þerr­ið sneið­arn­ar, pensl­ið þær með olíu og salt­ið eða not­ið ann­að krydd.

Kúr­bít­ur­inn er dá­sam­leg­ur grill­að­ur og hent­ar með kjöti og fiski. Sneið­ið langs­um í 0,5-1 cm þykk­ar sneið­ar. Pensl­ið með olíu og skell­ið á grill­ið. Salt og pip­ar pass­ar frá­bær­lega með og ekki spara salt­ið.

Einnig er gott að bera grill­að­an kúr­bít og eggald­in fram á fati, strá yf­ir feta­osti og fersk­um kryd­d­jurt­um eða chili.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.