Upp­selt á all­ar sýn­ing­ar Evr­óputúrs­ins

Fjöll­ista­dís­in og skemmti­kerl­ing­in Mar­grét Erla Maack er núna stödd á Evr­óputúr með burlesque-at­riði sitt. Hún er bú­in að ferð­ast til hinna ólík­ustu landa en í öll­um stöð­um sem hún sýndi at­riði sitt á var upp­selt á sýn­ing­arn­ar.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - stein­ger­d­[email protected]­bla­did.is

Mar­grét Erla er að ferð­ast með Ellie Stein­gra­e­ber, sem er sirk­us­burlesqu­ekona frá New York. Þær hafa áð­ur tek­ið Norð­ur­landa­t­úr sam­an. En það er lít­ill tími til að slaka á hjá Mar­gréti sem er oft­ar en ekki upp­bók­uð langt fram í tím­ann sem skemmtikraft­ur. Hún vill gefa okk­ur lands­mönn­um tæki­færi til að berja at­riði henn­ar aug­un og ætl­ar einnig að flytja inn stór nöfn og vini sína úr burlesqu­eheim­in­um til lands­ins í sum­ar. Einnig verða í hópn­um grín­ist­ar, dragdrottn­ing­ar og sirku­slista­menn, alls þrjá­tíu lista­menn í heild­ina. Mar­grét ætl­ar að ferð­ast um land­ið allt með sýn­ing­una og skipt­ist fjöldi gest­anna nið­ur á sýn­ing­ar, en alls verða átján sýn­ing­ar. Far­and­sýn­ing­in fékk það skemmti­lega nafn Búkalú en það var leik­ar­inn Örn Árna­son sem kom með hug­mynd­ina. Jakob Frím­ann Magnús­son tón­list­ar­mað­ur gaf svo Mar­gréti góð­fús­legt leyfi til að nota nafn­ið en til þeirra sem ekki þekkja er nafn­ið dreg­ið af þekktu lagi St­uð­manna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.