Út­skrift­ar­há­tíð Lista­há­skól­ans

Fréttablaðið - - GLEÐILEGT SUMAR! -

Út­skrift­ar­há­tíð Lista­há­skóla Ís­lands hefst í dag, fimmtu­dag, og stend­ur yf­ir til sunnu­dags­ins 26. maí. Há­tíð­in þyk­ir einn af hápunkt­um menn­ing­ar­lífs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en þá fara fram fjöl­marg­ir við­burð­ir úr öll­um deild­um Lista­há­skól­ans, þ. á m. úr fata­hönn­un­ar­deild.

Á út­skrift­ar­há­tíð­inni er sýnd­ur afrakst­ur á bæði bakka­lár - og meist­ara­stigi en hvern við­burð

er hægt að kynna sér á vef Lista­há­skól­ans og á Face­book-síðu skól­ans.

Með­al við­burða fata­hönn­un­ar­deild­ar skól­ans má nefna tísku­sýn­ingu út­skrift­ar­nema í fata­hönn­un sem fer fram í Hörpu þriðju­dag­inn 30. apríl kl. 19.

Dag­ana 4.-19. maí verð­ur út­skrift­ar­sýn­ing­in OMEN hald­in en þar sýna nem­ar á meist­ara­stigi í fata­hönn­un verk sín. Sýn­ing­in verð­ur hald­in í Ás­mund­ar­sal við Freyju­götu og er opn­un henn­ar kl. 20.

Frítt er inn á alla við­burði og eru all­ir gest­ir vel­komn­ir á með­an hús­rúm leyf­ir. Stór hluti annarra við­burða fer fram í menn­ing­ar­hús­un­um í Kópa­vogi, t.a.m. út­skrift­ar­við­burð­ur meist­ara­nema í list­kennslu og hluti tón­leika út­skrift­ar­nema úr tón­list­ar­deild. Aðr­ir við­burð­ir fara fram víðs­veg­ar um Reykja­vík.

Tísku­sýn­ing út­skrift­ar­nema í fata­hönn­un fer fram í Hörpu 30. apríl.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.