Safn­ar und­ir­skrift­um fyr­ir nýtt val í flug­inu

Fólki gefst nú kost­ur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lof­að er fríð­ind­um og ódýr­um flug­mið­um. Tals­mað­ur FlyIcelandic seg­ir að skapa eigi við­skipta­grunn sem stofna megi flug­fé­lag á eða efna til sam­starfs við önn­ur flug­fé­lög.

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is MYND/JETBANUS

Ást­þór Magnús­son, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóð­andi með meiru, hef­ur ásamt fleir­um sett á flot net­síðu til að afla stuðn­ings við ann­að­hvort nýtt flug­fé­lag eða klúbb sem út­veg­ar fé­lags­mönn­um ódýrt flug.

Með­al sam­starfs­að­ila Ást­þórs seg­ir Jó­el vera portú­galska flug­fé­lag­ið JetBanus sem leggja myndi til þær Air­bus-þot­ur sem Ást­þór hef­ur sagst hafa að­gang að.

„Við er­um ekki að fara út í að reka flug­fé­lag held­ur er þetta við­skipta­hug­mynd varð­andi það að setja upp all­an við­skipta­grunn­inn þannig að það gæti ver­ið stofn­að flug­fé­lag í kring um það. JetBanus er í því að leigja út vél­ar,“seg­ir Jó­el Krist­ins­son, tals­mað­ur FlyIcelandic. „Við vilj­um sjá áhug­ann hjá fólki og fyr­ir­tækj­um á að taka þátt í því. Við för­um aldrei af stað ef það verð­ur eng­inn áhugi.“

Nán­ar út­skýr­ir Jó­el að FlyIcelandic geti ann­að­hvort orð­ið að nýju flug­fé­lagi eða klúbbi – eða jafn­vel að sam­blandi af því tvennu. „Þetta er ákveð­in hug­mynda­fræði sem er al­veg ný sem snýst um að búa til grunn fyr­ir flug­fé­lag að starfa á.“

Á síð­unni flyicelandic.is er fólk hvatt til að skrá sig og fá þannig ódýra flug­miða og fríð­indi. „Þú öðl­ast rétt á að kaupa EcoMi­les sem eru flugmíl­ur á heild­sölu­verði og njóta ým­issa fríð­inda sem FlyIcelandic far­þegi,“seg­ir á síð­unni. Með „sam­hentu átaki“sé von­ast til að „fylla upp í það skarð sem mynd­að­ist í ís­lensk­um flug­sam­göng­um við fall WOW air.“

Þá er tek­ið fram að FlyIcelandic hafi eng­in tengsl við WOW air. „En við höf­um ára­tuga reynslu í flugrekstri og að­gang að Air­bus­flug­véla­flota sem legg­ur áherslu á plast­laust flug. Markmið okk­ar er að að­stoða ís­lenska ferða­þjón­ustu og fyrr­um starfs­menn WOW air að kom­ast aft­ur í loft­ið á ör­ugg­um starfs­grund­velli,“seg­ir á f lyicelandic.is.

Um sjö­tíu manns og fjög­ur fyr­ir­tæki höfðu að sögn Jó­els skráð sig á síðu FlyIcelandic síð­deg­is í gær, skömmu eft­ir að hún var opn­uð. Tals­verð­ur áhugi sé hjá fyrr­ver­andi starfs­fólki WOW air. Hann und­ir­strik­ar að eng­in skuld­bind­ing fylgi því að skrá sig.

„Við er­um ekki að biðja um fjár­magn eða neitt. Þetta er ekki hóp­fjár­mögn­un eins og er. Við er­um bara að sjá hvort fólk er til­bú­ið að taka þátt. Ef það er mik­il þátt­taka þá er hægt að fara í svo­leið­is fjár­mögn­un,“seg­ir Jó­el. Fólk þurfi ekki endi­lega að taka þátt sem fjár­fest­ar held­ur ein­fald­lega styðja mál­stað­inn.

Að­spurð­ur seg­ir Jó­el ekk­ert hafa ver­ið skoð­að á hvaða flug­leið­um til og frá land­inu helst þurfi að bæta við fram­boði af sæt­um. „Við er­um að­al­lega að reyna að sjá hver áhug­inn er fyr­ir að taka þátt í svona. Síð­an er hægt að fara í það ef af verð­ur,“svar­ar hann.

Aðr­ir að­il­ar, eins og til dæm­is Hreið­ar Her­manns í Stracta hót­el­um, hafa sagst vera með lággjalda­flug­fé­lag í und­ir­bún­ingi. Jó­el seg­ir áform FlyIcelandic ekki þurfa að stang­ast á við slík­an rekst­ur. „Það væri hægt að fara í sam­starf við slíka að­ila. Það er allt op­ið í því hvaða leið­ir er hægt að fara.“

Á heima­síðu JetBanus er að finna þessa sam­settu mynd með frétt þar sem spurt er hvort Ís­land muni ryðja braut­ina að plast­lausu flugi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.