Þetta er kol­svört kó­medía sem kem­ur skemmti­lega á óvart

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR [email protected]­bla­did.is

Blúnd­ur og blá­sýra er hroll­vekj­andi gaman­verk á fjöl­um Bæj­ar leik­húss­ins í Mos­fells­bæ. Guðný Ma­ría Jóns­dótt­ir leik­stýr­ir þar ein­um öfl­ug­asta áhuga­leik­hópi lands­ins. Þetta er svört kó­medía sem kem­ur skemmti­lega á óvart. Hún er skrif­uð 1939 en eld­ist vel. Ég held það sé vegna þess að þar á sér stað nokk­uð sem öll­um finnst vera óhugs­andi,“seg­ir Guðný Ma­ría Jóns­dótt­ir leik­stjóri þeg­ar reynt er að toga upp úr henni eitt­hvað um leik­rit­ið Blúnd­ur og blá­sýra sem Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar sýn­ir í Bæj­ar­leik­hús­inu í Mosó. Hún vill lít­ið tjá sig um efn­ið, svo eld­fimt er það. Upp­lýs­ir þó að það hverf­ist mest um syst­urn­ar Mörtu og Abbý sem virð­ist elsku­leg­ar og hlýj­ar per­són­ur – en ann­að komi smátt og smátt í ljós. Ell­efu leik­ar­ar taka þátt.

„ Blúnd­ur og blá­sýra er farsi eft­ir Joseph Kesselr­ing. Hann var fyrst sett­ur upp á Broadway og Frank Capra gerði síð­ar fræga svart­hvíta bíó­mynd eft­ir hon­um. Karl Ág­úst gerði nýj­ustu ís­lensku þýð­ingu leik­rits­ins, þá sem við not­um,“fræð­ir Guðný mig um. Hún seg­ir hlut­verka­skip­an breyt­ast í tím­ans rás. Til dæm­is séu lögg­urn­ar í upp­haf­lega verk­inu skrif­að­ar fyr­ir karl­menn en Mos­fell­ing­ar breyti þeim öll­um í kven­lögg­ur. „Vest­manna­ey­ing­ar frum­sýndu Blúnd­ur og blá

sýru degi á und­an okk­ur og þar eru karl­menn í hlut­verk­um systr­anna. Ég fylgd­ist dá­lít­ið með því, því ég kenni leik­list í Borg­ar­holts­skóla og einn af nem­end­um mín­um þar er í stóru hlut­verki í Eyj­um.“

Guðný Ma­ría seg­ir grósku í Leik­fé­lag­inu í Mos­fells­sveit. „Það er eitt öfl­ug­asta áhuga­leik­hús á Íslandi. Ég er al­in upp í Mosó og leik­starf­sem­in hef­ur alltaf ver­ið stór hluti af menn­ing­ar­líf­inu. Á síð­ustu ár­um hef­ur leik­fé­lag­ið boð­ið upp á nám­skeið fyr­ir börn og ung­linga, það skil­ar sér. Starf­ið er samt í pínu hættu núna því mér skilst að bæj­ar­skipu­lag­ið vilji leik­hús­ið burt, sem er óskilj­an­legt því nóg pláss er í Mos­fells­sveit. Þar er leik­muna­deild sem er hald­ið vel ut­an um. Bæði stúlka sem hann­aði sviðs­mynd og önn­ur sem hann­aði bún­inga eru með ræt­ur hér og ný­komn­ar úr námi í Bretlandi í

sín­um grein­um. Þannig að ég var með ein­vala­lið,“seg­ir Guð­laug Ma­ría sem sjálf lærði leik­stjórn á Ítal­íu. „Það var á ann­arri öld,“seg­ir hún hlæj­andi. „En marg­ir leik­ar­anna í Mosó hafa sótt ótal nám­skeið og aðra fræðslu og eru með brenn­andi áhuga. Fólk í fullri vinnu en til­bú­ið að leggja á sig enn meiri vinnu sem er svo skemmti­legt við áhuga­leik­fé­lög­in. Þar mæt­ast all­ar stétt­ir sam­fé­lags­ins, ekk­ert ólíkt og í kór­a­starfi.“

Næsta sýn­ing á Blúnd­um og blá­sýru verð­ur ann­að kvöld, 27. apríl, og svo verða sýn­ing­ar á laug­ar­dög­um fram eft­ir maí.

Ingv­ar Guðni Brynj­ólfs­son, Ása Óð­ins­dótt­ir og Hrefna Vest­mann í hlut­verk­um sín­um.

Guðný Ma­ría leik­stjóri seg­ir gam­an að vinna með jafn þjálf­uð­um áhuga­leik­ur­um og Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar hafi á að skipa.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.