Of dýr­ir bank­ar

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Hörð­ur Æg­is­son hor­d­[email protected]­bla­did.is

Banka­rekst­ur er í eðli sínu áhættu­sam­ur. Það er enda bein­lín­is hlut­verk fjár­mála­stofn­ana að taka áhættu með við­skipta­vin­um sín­um. Tíð­ar frétt­ir að und­an­förnu af millj­arða út­lána­töp­um Ari­on banka, með­al ann­ars vegna gjald­þrots flug­fé­lag­anna WOW air og Pri­mera Air, eru áminn­ing um þessi sann­indi. Bank­inn stend­ur traust­um fót­um, rétt eins og ís­lensku bank­arn­ir al­mennt, og get­ur því tek­ið á sig slíkt fjár­hags­legt högg. Í stóra sam­heng­inu, hvort sem lit­ið er til eig­in­fjár­stöðu eða heild­ar­út­lána­safns bank­ans, þá eru fjár­hæð­irn­ar sem um ræð­ir hverf­andi.

Það skipt­ir meira máli fyr­ir bank­ana en ein­staka út­lána­töp að leita leiða til að bæta arð­semi af grunn­rekstri sín­um. Sam­an­lögð arð­semi eig­in fjár stóru bank­anna var rétt yf­ir sex pró­sent­um 2018 og dróst sam­an um fimmt­ung á milli ára. Í nýj­ustu fjár­mála­stöð­ug­leika­skýrslu Seðla­bank­ans er bent á að arð­semi við­skipta­bank­anna, sem eru að tveim­ur þriðju í eigu skatt­greið­enda, hafi að­eins ver­ið um einni pró­sentu meiri en ávöxt­un­ar­krafa rík­is­bréfa. Strang­ar eig­in­fjár­kröf­ur og há­ir sér­tæk­ir skatt­ar, marg­falt meiri en þekk­ist í okk­ar ná­granna­ríkj­um, gera bönk­un­um erfitt um vik að skila við­un­andi arð­semi.

Þótt starfs­mönn­um haldi áfram að fækka þá hef­ur rekstr­ar­kostn­að­ur auk­ist meira en tekj­ur bank­anna. Kostn­að­ar­hlut­fall þeirra nú hef­ur ekki mælst hærra frá því að nýju bank­arn­ir voru stofn­að­ir. Í sam­an­burði við banka af sam­bæri­legri stærð á hinum Norð­ur­lönd­un­um er kostn­að­ar­hlut­fall ís­lensku bank­anna um­tals­vert hærra. Öll­um má vera ljóst að rót­tæk­ari hag­ræð­ing­ar­að­gerða er þörf til að bæta þar úr. Ekki er hins veg­ar við því að bú­ast að stór skref verði stig­in í þá átt á með­an stærst­ur hluti banka­kerf­is­ins er án virkra eig­enda. Það verð­ur lík­lega hlut­verk nýs for­stjóra Ari­on banka, eina bank­ans sem er í eigu einka­að­ila og skráð­ur á mark­að, að taka for­ystu í þeim efn­um.

Brott­hvarf Hösk­uld­ar Ólafs­son­ar, sem hafði stýrt Ari­on í um níu ár, kom eng­um á óvart sem til þekktu. Með til­komu nýrra hlut­hafa og um­tals­verðri upp­stokk­un á stjórn bank­ans var ljóst að það væri að­eins tímaspurs­mál hvenær breyt­ing­ar yrðu gerð­ar á banka­stjóra­stóln­um. Eig­end­ur bank­ans, sem eru einkum er­lend­ir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir, voru orðn­ir lang­eyg­ir eft­ir að­gerð­um til að minnka rekstr­ar­kostn­að og bæta arð­semi bank­ans, sem var að­eins rúm­lega þrjú pró­sent í fyrra. Fyr­ir stjórn­völd eru um­tals­verð­ir hags­mun­ir af því að það tak­ist snúa þeirri stöðu við. Kröfu­haf­ar Kaupþings eiga enn tutt­ugu pró­senta hlut í bank­an­um, sem verð­ur seld­ur í fyll­ingu tím­ans, en sam­kvæmt af­komu­skipta­samn­ingi mun sölu­and­virð­ið að stór­um hluta falla í skaut rík­is­sjóðs.

Vand­inn er þessi: Bank­arn­ir eru of dýr­ir í rekstri, offjár­magn­að­ir og of eins­leit­ir. Þetta þarf að breyt­ast. Þeirri óhag­kvæmni sem við sjá­um í rekstri og fjár­mögn­un bank­anna, sem starfa nær ein­göngu á heima­mark­aði, er óhjá­kvæmi­lega velt yf­ir á við­skipta­vin­ina. Með öðr­um orð­um eru það ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki sem þurfa að bera kostn­að­inn. Þau hafa því ríka hags­muni af því að það tak­ist að koma á hag­kvæm­ara fjár­mála­kerfi.

Bank­arn­ir eru of dýr­ir í rekstri, offjár­magn­að­ir og of eins­leit­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.