Jök­ull­inn að hverfa

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

UMHVERFISMÁL Þor­steinn Þor­steins­son, sér­fræð­ing­ur í jökla­rann­sókn­um hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir að sam­kvæmt nýrri mæl­ingu á ís Snæ­fells­jök­ulls sé hann að­eins um 30 metra þykk­ur. Flat­ar­mál hans er meira en helm­ingi minna en fyr­ir 110 ár­um og út­lit er fyr­ir að hann verði að mestu horf­inn um miðja þessa öld.

Sam­kvæmt grein Þor­steins á vef Veð­ur­stofu Ís­lands var bor­að í jök­ul­inn á mánu­dag­inn til að mæla vetr­araf­komu hans. Snjókjarni var bor­að­ur í um 1.350 metra hæð, sunn­an Mið­þúfu. Kjarn­inn var vigt­að­ur, eðl­is­þyngd hans ákvörð­uð og lag­skipt­ing skráð. Hita­stig snjós­ins var mælt og reynd­ist það vera inn­an við -2 gráð­ur í öllu vetr­ar­lag­inu.

Mæl­ing­in kom Þor­steini ekki á óvart. Full ástæða sé til að fjár­magna reglu­leg­ar af­komu­mæl­ing­ar á jökl­in­um til að auka þekk­ingu á við­brögð­um ís­lenskra jökla við lofts­lags­breyt­ing­um.

Jök­ull­inn er nú um 10 fer­kíló­metr­ar að flat­ar­máli en var 22 fer­kíló­metr­ar ár­ið 1910.

Flat­ar­mál jök­uls­ins er meira en helm­ingi minna en fyr­ir 110 ár­um.

Snæ­fells­jök­ull, sem ekki á langt eft­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.