Árni bjart­sýnn á að klára heim­ild­ar­mynd

Þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi seg­ir heim­ild­ar­mynd um Scor­es­bysund á Græn­landi hálfn­aða. Gerð mynd­ar­inn­ar hafi taf­ist af ýms­um ástæð­um. Fékk hundruð þús­unda í styrki til verk­efn­is­ins af skúffu­fé nokk­urra ráð­herra.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK mika­[email protected]­bla­did.is

Vonsku­veð­ur og veik­indi eru með­al ástæðna fyr­ir því að heim­ild­ar­mynd sem þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi Árni Johnsen hóf að vinna að um Scor­es­bysund á Græn­landi ár­ið 2014 hef­ur ekki enn lit­ið dags­ins ljós. Árni var dug­leg­ur að sækja styrki til verk­efn­is­ins, með­al ann­ars af skúffu­fé ráð­herra, en ekki hef­ur tek­ist að ljúka við mynd­ina. Árni seg­ir í sam­tali við Fréttablaðið að hann sé þó enn von­góð­ur um að það tak­ist.

„Verk­efn­ið stend­ur þannig að það er svona hálfn­að,“seg­ir Árni að­spurð­ur um stöðu verk­efn­is­ins sem fjall­að var nokk­uð um í fjöl­miðl­um á sín­um tíma. Hann seg­ir ýms­ar ástæð­ur fyr­ir því að mynd­in hafi taf­ist.

„Það tafð­ist svo­lít­ið því við lent­um í rosa­leg­um veðr­um, svo lenti ég á spít­ala í sex mán­uði en það kem­ur. Þetta er í gangi.“

Fréttablaðið sagði frá því í árs­byrj­un 2016 að tveir ráð­herr­ar þá­ver­andi rík­is­stjórn­ar hefðu veitt heim­ild­ar­mynd­ar­verk­efn­inu styrk af ráð­stöf­un­ar­fé sínu, sem jafn­an er kall­að skúffu­fé ráð­herra og þeim er frjálst að ráð­stafa í verk­efni að eig­in vali. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, sem þá var sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, styrkti verk­efn­ið með skúffu­fé sínu sem og Gunn­ar Bragi Sveins­son sem þá var ut­an­rík­is­ráð­herra. Síð­ar sama ár veitti svo þá­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra Ólöf Nor­dal verk­efn­inu 600 þús­und krón­ur í styrk af skúffu­fé sínu. Verk­efn­ið hef­ur því feng­ið hundruð þús­unda í styrki frá alla­vega þrem­ur ráð­herr­um fyrri rík­is­stjórna.

Árni lýsti, í við­tali við Fréttablaðið ár­ið 2016 vegna styrk­veit­ing­anna, verk­efn­inu sem af­ar kostn­að­ar­sömu. Sagði hann Scor­es­bysund vera lengsta fjörð í heimi með um þús­und fjöll­um og tug­um skrið­jökla. Verk­efn­ið er því aug­ljós­lega viða­mik­ið.

„Þetta er rosa­legt verk­efni. Það átt­ar sig eng­inn á því sem þekk­ir ekki til þarna. Þetta er svo mik­ið flæmi og fjöl­breytt,“seg­ir Árni um stærð­ar­gráðu verks­ins nú.

Morg­un­blað­ið fjall­aði um fyrstu ferð Árna og Frið­þjófs Helga­son­ar kvik­mynda­töku­manns í fjörð­inn í sept­em­ber 2014. Lýsti Árni þar vilja sín­um til að fanga hrika­lega nátt­úru, dýra­líf og mann­líf á þess­um fá­förnu og af­skekktu slóð­um á Norð­aust­ur-Græn­landi á filmu.

Þetta er rosa­legt verk­efni. Það átt­ar sig eng­inn á því sem þekk­ir ekki til þarna.

Árni Johnsen

Árni Johnsen hef­ur lengi haft taug­ar til Græn­lands og unn­ið um ára­bil að gerð heim­ild­ar­mynd­ar um Scor­es­bysund­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.