Flótti með­al leik­skóla­kenn­ara breyt­ir leik­skól­um í gæslu­velli

Leik­skóla­kenn­ur­um hef­ur fækk­að um 89 í Reykja­vík á síð­ustu fjór­um ár­um. Formað­ur Fé­lags leik­skóla­kenn­ara seg­ir að gera þurfi laun og starfs­um­hverfi sam­bæri­leg því sem ger­ist hjá öðr­um sér­fræð­ing­um. Borg­ar­full­trúi seg­ir leik­skóla breyt­ast í gæslu­velli ef R

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK [email protected]­bla­did.is

Leik­skóla­kenn­ur­um í Reykja­vík hef­ur fækk­að um 89 á fjór­um ár­um á sama tíma og fjöldi stöðu­gilda hef­ur stað­ið í stað. Sam­kvæmt töl­um skóla- og frí­stunda­sviðs sem koma fram í svari við fyr­ir­spurn borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur leik­skóla­kenn­ur­um fækk­að um 22 á ári að með­al­tali á ár­un­um 2015 til 2018. Börn­um hef­ur á sama tíma fækk­að um rúm­lega 700, úr 5.700 í 5.000. Stjórn­end­um hef­ur fækk­að um níu á tíma­bil­inu. Ár­ið 2015 störf­uðu 348 leik­skóla­kenn­ar­ar á 62 leik­skól­um í Reykja­vík, ár­ið 2018 voru þeir 259.

Val­gerð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir, skóla­og frí­stunda­ráðs­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir að Reykja­vík­ur­borg þurfi að ráð­ast í nafla­skoð­un til að stöðva fólks­flótt­ann.

„ Þetta er ástand sem Reykja­vík­ur­borg þarf að bregð­ast við. Það þarf að tala við fag­fólk­ið, leik­skóla­kenn­ar­ana, um hvað sé best að gera,“seg­ir Val­gerð­ur. „Við höf­um misst 22,25 mennt­aða leik­skóla­kenn­ara á hverju ári síð­ustu fjög­ur ár. Það er fólks­flótti úr stétt­inni, það er virki­lega slá­andi að sjá fag­fólki fækka svona mik­ið á svona stutt­um tíma. Stöðu­gild­un­um er ekki að fækka, svo er öðru starfs­fólki með upp­eld­is­mennt­un ekki að fjölga til að vega upp á móti.“

Sam­kvæmt lög­um eiga tveir af hverj­um þrem­ur starfs­mönn­um í leik­skól­um að vera mennt­að­ir leik­skóla­kenn­ar­ar. Þeg­ar stjórn­end­ur eru tald­ir með var hlut­fall­ið 32 pró­sent ár­ið 2015 en var kom­ið nið­ur í tæp­lega 26 pró­sent ár­ið 2018. „Þeg­ar við deil­um þeim kenn­ur­um sem eru eft­ir nið­ur á alla leik­skóla borg­ar­inn­ar þá er­um við að tala um fjóra leik­skóla­kenn­ara í hverj­um skóla. Það gleym­ist að leik­skól­arn­ir eru fyrsta skóla­stig­ið. Ef þetta held­ur svona áfram þá mun fag­legt starf leggj­ast af og leik­skól­arn­ir okk­ar breyt­ast í gæslu­velli,“seg­ir Val­gerð­ur.

Har­ald­ur F. Gísla­son, formað­ur Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, seg­ir töl­urn­ar ekki koma á óvart. „Þetta vanda­mál ein­skorð­ast alls ekki bara við borg­ina. Að fjölga leik­skóla­kenn­ur­um er stærsta áskor­un sveit­ar­fé­lag­anna. Það mun ekki ein­ung­is bæta gæði náms í leik­skól­um held­ur einnig bæta starfs­að­stæð­ur leik­skóla­kenn­ara því einn af álags­þátt­un­um í starf­inu er tíð starfs­manna­velta,“seg­ir Har­ald­ur. „Þrátt fyr­ir fjölg­un í leik­skóla­kenn­ara­námi er ný­lið­un langt frá því að vera nægi­leg.“

Það þurfi að gera laun sam­keppn­is­hæf við laun annarra sér­fræð­inga, fækka börn­um á hvern starfs­mann og færa starfs­um­hverf­ið nær því sem þekk­ist á öðr­um skóla­stig­um hvað varð­ar vinnu­tíma og starfs­tíma. Seg­ir hann það verða verk­efni næstu kjara­samn­inga sem losna í lok júní.

Þetta vanda­mál ein­skorð­ast alls ekki bara við borg­ina. Að fjölga leik­skóla­kenn­ur­um er stærsta áskor­un sveit­ar­fé­lag­anna.

Har­ald­ur F. Gísla­son, formað­ur Fé­lags leik­skóla­kenn­ara Ef þetta held­ur svona áfram þá mun fag­legt starf leggj­ast af og leik­skól­arn­ir okk­ar breyt­ast í gæslu­velli.

Val­gerð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Börn­um á leik­skól­um borg­ar­inn­ar hef­ur fækk­að um rúm­lega 700 á síð­ustu fjór­um ár­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.