Ís­land lík­lega dýr­ast fyr­ir ferða­menn

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – smj

Ís­land er um þess­ar mund­ir dýr­asta land Evr­ópu og að öll­um lík­ind­um einn dýr­asti áfanga­stað­ur heims fyr­ir ferða­menn. Þetta er með­al þess sem fram kem­ur í nýrri skýrslu Grein­ing­ar Ís­lands­banka.

Verð­lag á Íslandi var 84 pró­sent­um hærra en að með­al­tali í að­ild­ar­ríkj­um ESB ár­ið 2017. Ferða­mað­ur­inn greið­ir því næst­um tvö­falt hærra verð hér en að með­al­tali inn­an ESB.

Verð­lag á al­geng­um vör­um og þjón­ustu sem ferða­menn sækj­ast eft­ir hef­ur hækk­að langt um­fram verð­lag í Evr­ópu und­an­far­inn ára­tug og má sem dæmi nefna að verð áfengra drykkja er í dag hátt í þre­falt hærra en að með­al­tali í ESB.

Á ár­inu 2010 var verð­lag í Nor­egi og í Dan­mörku á sömu vöru­og þjón­ustu­flokk­um hærra en á Íslandi og var Ís­land í þriðja sæti, á pari við Sviss sem var í fjórða sæti yf­ir Evr­ópu­þjóð­ir með hæsta verð­lag­ið fyr­ir ferða­menn. Þá var verð­lag hér á landi um þriðj­ungi hærra (32 pró­sent) en að með­al­tali í að­ild­ar­ríkj­um ESB. Mun­ur á verð­lagi hér og að með­al­tali hjá að­ild­ar­ríkj­um ESB hef­ur því hækk­að um 52 pró­sentu­stig frá ár­inu 2010. Krón­an styrkt­ist á sama tíma­bili um 26 pró­sent og má því gróf­lega áætla að geng­isáhrif skýri um helm­ing áð­ur­greindr­ar hækk­un­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.