Skoða þurfi áhrif á Finna­fjörð

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, seg­ir mik­il­vægt að skoða vel alla þætti er snúa að um­hverfi og nátt­úru í tengsl­um við hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu hafn­ar í Finna­firði.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

„Það sem ég held að sé lang­sam­lega mik­il­væg­ast í þessu máli og al­gjört grund­vall­ar­at­riði er að skoða um­hverf­isáhrif­in gaum­gæfi­lega. Það er eins með þetta og öll önn­ur stór fram­kvæmda­verk­efni að það þarf að skoða vel allt sem snýr að um­hverfi og nátt­úru,“seg­ir Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, um hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu stór­skipa­hafn­ar í Finna­firði.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vik­unni að ráð­herr­ann vildi ekki tjá sig um mál­ið. Guð­mund­ur legg­ur áherslu á að hann hafi ein­fald­lega ekki haft tök á því að koma í við­tal þeg­ar eft­ir því var leit­að skömmu fyr­ir páska. Aldrei hafi stað­ið til af sinni hálfu að neita að tjá sig.

Að mati ráð­herr­ans þarf að skoða áhrif hugs­an­legra fram­kvæmda á alla þætti máls­ins.

„Þar er­um við að tala um áhrif á los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og meng­un­ar­hættu auk áhrifa á dýra­líf, gróð­ur, lands­lag, ferða­þjón­ustu og sam­fé­lag­ið. Það er auð­vit­að eitt­hvað sem þarf að gera ef und­ir­bún­ing­ur verk­efn­is­ins held­ur áfram,“seg­ir Guð­mund­ur.

Í starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar gagn­rýndi Guð­mund­ur ár­ið 2012 áform um upp­bygg­ingu hafn­ar í Finna­firði, með­al ann­ars á þeim for­send­um að hluti svæð­is á nátt­úru­m­inja­skrá lenti inn­an fram­kvæmda­svæð­is­ins.

„Það sem hins veg­ar hef­ur kom­ið fram núna er að það séu ekki leng­ur hug­mynd­ir um að vera inni á því svæði. Um­hverf­is­stofn­un benti á það sama og Land­vernd á sín­um tíma. Þannig má kannski segja að ef til vill, þó ég viti það ekki, hafi það að­hald sem þá var veitt haft þau áhrif. Það er já­kvætt.“

Guð­mund­ur seg­ir vinnu í gangi milli ráðu­neyta þar sem ákveðn­ir und­ir­bún­ings­þætt­ir eru skoð­að­ir. Hann býst við nið­ur­stöð­um úr þeirri vinnu á þessu ári.

Eft­ir­mað­ur Guð­mund­ar í starfi fram­kvæmda­stjóra Land­vernd­ar, Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir, hef­ur í fjöl­miðl­um lýst yf­ir áhyggj­um af hug­mynd­un­um. Verði af fram­kvæmd­um muni þær hafa mik­il og var­an­leg um­hverf­isáhrif. Hún hef­ur sér­stak­ar áhyggj­ur af ol­íu­slys­um.

Guð­mund­ur seg­ist taka und­ir með Land­vernd að það sé nauð­syn­legt að skoða þessa þætti alla vel og vega þá og meta. Stað­setn­ing hafn­ar í Finna­firði muni hins veg­ar ekki ráða því hvort sigl­ing­ar á norð­ur­slóð­um hefj­ist held­ur muni lofts­lags­breyt­ing­ar ráða því.

„Vissu­lega mun aukn­um sigl­ing­um fylgja meng­un­ar­hætta. Það er bara aug­ljóst mál og að því þarf að hyggja. Við meg­um ekki gleyma því að Ís­land gæti vegna stað­setn­ing­ar sinn­ar orð­ið mik­il­vægt þeg­ar kem­ur að að­gerð­um ef slys verða. Hvort sem um er að ræða slys á fólki eða um­hverf­is­slys. Sigli skip­in hins veg­ar hér að landi þá eykst hætt­an á því að slys verði nær landi og inni í okk­ar lög­sögu.“

Ráð­herr­ann seg­ist auð­vit­að von­ast til þess að í fram­tíð­inni mun­um við fara að sjá um­hverf­i­s­vænni skip sem ekki brenni jarð­efna­eldsneyti. „Þó svo það sé kannski svo­lít­ið inn í fram­tíð­ina þá er gríð­ar­lega mik­il­vægt að það verði unn­ið að tækni­breyt­ing­um á því sviði.“

Að­spurð­ur hvort hann skynji tog­streitu milli hags­muna nátt­úru­vernd­ar ann­ars veg­ar og at­vinnu- og byggða­sjón­ar­miða hins veg­ar seg­ir Guð­mund­ur að það verði alltaf skipt­ar skoð­an­ir á nátt­úru­vernd og stór­um fram­kvæmd­um.

„Það sem ég hef reynt að leggja áherslu á er að draga fram já­kvæð áhrif nátt­úru­vernd­ar, bæði á nátt­úr­una sjálfa en líka efna­hags­lega. Ég lét til dæm­is gera rann­sókn á efna­hags­leg­um áhrif­um frið­lýstra svæða á Íslandi. Hún sýndi það að fyr­ir hverja krónu sem rík­ið legg­ur til þess­ara svæða koma að með­al­tali 23 krón­ur til baka.“

Það megi held­ur ekki gleyma því að nátt­úru­vernd sé líka ákveð­in byggða­að­gerð. „ Ég er alla­vega þeirr­ar skoð­un­ar að við eig­um að reyna að halda land­inu okk­ar í byggð. Ekki bara vegna þess að ég er bónda­son­ur af Vest­ur­landi, held­ur líka vegna þess að í því fel­ast mik­il verð­mæti.“

Það sé oft á tíð­um hlut­verk þess fólks sem byggi þessi svæði að taka þátt í nátt­úru­vernd­inni. „ Ég get nefnt sem dæmi Jök­uls­ár­gljúf­ur sem ég heim­sótti í fyrra. Þar sagði þjóð­garðsvörð­ur­inn mér að það væru um fimmtán land­verð­ir að vinna þar um sumar­ið og þeir væru nær all­ir úr sveit­inni.“

Þá sé ráðu­neyt­ið í sam­starfi við lands­hluta­sam­bönd sveit­ar­fé­laga um rann­sókn­ir á efna­hags­leg­um áhrif­um fyr­ir ein­staka byggð­ir ef ráð­ist yrði í nýj­ar frið­lýs­ing­ar í ná­grenni þeirra. Mik­ill vöxt­ur í ferða­þjón­ustu hafi skil­að sér í meiri áhuga og skiln­ingi á mik­il­vægi nátt­úru­vernd­ar fyr­ir at­vinnu­líf­ið.

„ Sam­kvæmt könn­un­um nefna yf­ir 80 pró­sent þeirra sem koma til lands­ins nátt­úr­una sem megin­á­stæðu Ís­lands­ferð­ar. Það seg­ir okk­ur líka að við þurf­um að halda vel á þess­um mál­um.“

Vissu­lega mun aukn­um sigl­ing­um fylgja meng­un­ar­hætta. Það er bara aug­ljóst mál og að því þarf að hyggja.

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Guð­mund­ur Ingi seg­ir að það verði alltaf skipt­ar skoð­an­ir á nátt­úru­vernd og stór­um fram­kvæmd­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.