Zucker­berg ótt­ast al­ræð­is­ríki

For­stjóri Face­book ótt­ast kröf­ur um að per­sónu­leg gögn verði vist­uð í gagna­ver­um í hverju landi fyr­ir sig. Vill ekki að al­ræð­is­ríki geti stol­ið upp­lýs­ing­um um þegna sína. Ætl­ar að hundsa all­ar slík­ar kröf­ur.

Fréttablaðið - - TÆKNI - NORDICPHOTOS/AFP [email protected]­bla­did.is

Mark Zucker­berg, stofn­andi og for­stjóri Face­book, var­ar við því að ríki heims geri kröfu um að sta­f­ræn gögn um rík­is­borg­ara verði vist­uð í hverju landi fyr­ir sig. Það gæti leitt til þess að al­ræð­is­ríki steli upp­lýs­ing­um um þegna sína og nýti í ann­ar­leg­um til­gangi. Þetta sagði Zucker­berg í um níu­tíu mín­útna við­tali við sagn­fræð­ing­inn Yu­val Noah Har­ari sem birt­ist í gær.

Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zucker­berg að Face­book myndi ein­fald­lega neita að hlýða. Fyr­ir­tæk­ið myndi ekki setja upp gagna­ver í al­ræð­is­ríkj­um og þannig stefna við­skipta­vin­um sín­um í hættu. Slík lög eru nú þeg­ar til stað­ar í Rússlandi og Kína.

„ Ef ég væri í rík­is­stjórn gæti ég sent her­inn á svæð­ið og tek­ið þau gögn sem ég vildi. Tek­ið þau til þess að stunda eft­ir­lit eða gera árás­ir. Mér finnst það hljóma eins og af­ar slæm fram­tíð. En við er­um ekki á þeirri veg­ferð. Sem að­ili sem er að byggja upp vef­þjón­ustu, eða bara sem al­menn­ur borg­ari, vil ég ekki sjá þessa þró­un,“sagði Zucker­berg og bætti við:

„ Ef rík­is­stjórn get­ur nálg­ast per­sónu­leg gögn þín get­ur hún kom­ist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjöl­skyldu þína og vald­ið þér al­var­leg­um lík­am­leg­um skaða.“

Zucker­berg sagði auk­in­held­ur í sím­tali með hlut­höf­um fyrr í vik­unni að Face­book gerði sér full­kom­lega grein fyr­ir því að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í al­ræð­is­ríkj­um gæti ver­ið bönn­uð ef það hlýddi ekki kröf­um sem þess­um.

Við­tal­ið við Har­ari sagði Zucker­berg að væri lið­ur í átaki hans fyr­ir ár­ið 2019 þar sem hann ætl­aði að ræða oft­ar og ít­ar­leg­ar um fram­tíð ver­ald­ar­vefs­ins og sta­f­ræns sam­fé­lags á op­in­ber­um vett­vangi. Leiða má lík­ur að því að Zucker­berg hafi tek­ið þessa ákvörð­un eft­ir þá álits­hnekki sem hann og Face­book og hafa beð­ið und­an­far­in miss­eri.

Face­book hef­ur geng­ið í gegn­um erf­iða og al­var­lega röð hneykslis­mála sem snúa mörg hver að ör­yggi sta­f­rænna, per­sónu­legra gagna. Til dæm­is má nefna Cambridge Ana­lytica-hneyksl­ið, þar sem ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki nýtti gögn Face­book-not­enda í póli­tísk­um til­gangi, ör­ygg­is­galla sem ollu því að hakk­ar­ar komust yf­ir millj­ón­ir lyk­il­orða og gerðu per­sónu­leg­ar ljós­mynd­ir óvart að­gengi­leg­ar öll­um, deil­ingu per­sónu­legra gagna með öðr­um stór­fyr­ir­tækj­um og notk­un öfga­manna á sam­fé­lags­miðl­um fyr­ir­tæk­is­ins sem auð­veld­uðu þeim að beita of­beldi. Þá er ótal­inn þátt­ur Face­book í af­skipt­um Rússa af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um en gríð­ar­leg­ur fjöldi fals­frétta komst í mikla dreif­ingu á sam­fé­lags­miðl­in­um.

Ef rík­is­stjórn get­ur nálg­ast per­sónu­leg gögn þín get­ur hún kom­ist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjöl­skyldu þína. Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book

Zucker­berg ótt­ast ekki af­leið­ing­arn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.