Vænt­ing­un­um ver­ið stillt í hóf

Fréttablaðið - - TÆKNI - – þea NORDICPHOTOS/AFP

Risa­vaxna tölvu­leikja­ráð­stefn­an E3 nálg­ast óð­fluga og get­gát­ur og vanga­velt­ur um hvað stóru fyr­ir­tæk­in ætli að kynna fara eins og eld­ur í sinu um ver­ald­ar­vef­inn. Þess­ar vanga­velt­ur hafa að miklu leyti ver­ið um næstu kyn­slóð leikja­tölva eða þá upp­færsl­ur á hinni til­tölu­lega nýju Nin­t­endo Switch.

Langt er síð­an nú­ver­andi kyn­slóð leikja­tölva kom á mark­að. Playstati­on 4 frá Sony kom á mark­að í nóv­em­ber 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mán­uði. Nin­t­endo Wii U kom á mark­að ári fyrr en seld­ist ekki sem skyldi. Nin­t­endo dreif sig í að gefa út sína næstu leikja­tölvu, Nin­t­endo Switch, sem hef­ur selst einkar vel frá því hún kom á mark­að í mars 2017.

Orð­róm­ur um að Nin­t­endo ætli að kynna ódýr­ari út­gáfu af Switch á næst­unni, jafn­vel á E3, virð­ist ekki á rök­um reist­ur. Í sím­tali með hlut­höf­um í vik­unni blés Nin­t­endo á þenn­an orð­róm. Þá er vert að nefna að Sony til­kynnti í fyrra að fyr­ir­tæk­ið ætl­aði ekki að halda stærð­ar­inn­ar blaða­manna­fund á E3 líkt og venju­lega.

Frá E3 ráð­stefn­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.