Fyr­ir liði, vöðva, heila og húð

Astax­ant­hin frá Alga­líf er 100% nátt­úru­legt há­gæða bæti­efni, fram­leitt á sjálf­bær­an hátt við kjör­að­stæð­ur með hreinu ís­lensku vatni sem trygg­ir að gæð­in skila sér að fullu til neyt­enda.

Fréttablaðið - - FÓLK -

Astax­ant­hin er af­ar öfl­ugt andoxun­ar­efni sem er gott fyr­ir húð­ina og virk­ar vel á mörg kerfi lík­am­ans. Nátt­úru­leg­asta og hrein­asta upp­spretta astax­ant­hins, sem er nátt­úru­legt karó­tínóíð, finnst í smá­þör­ung­um sem kall­ast Ha­ematococcus plu­vial­is en þeir fram­leiða þetta sem varn­ar­efni gegn erf­ið­um að­stæð­um í um­hverf­inu. Astax­ant­hin er einnig að finna í dýr­um og plönt­um sem hafa ein­kenn­andi rauð­an (bleik­an) lit eins og til dæm­is í laxi og ljósátu (krill). Astax­ant­hin get­ur veitt vörn gegn út­fjólu­blá­um geisl­um og því gríð­ar­lega gott fyr­ir húð­ina og það get­ur einnig stuðl­að að heil­brigði augna, heila, hjarta, liða og vöðva.

Auk­inn ár­ang­ur í íþrótt­um

Astax­ant­hin er eitt af öfl­ug­ustu andoxun­ar­efn­un­um sem fyr­ir­finn­ast í nátt­úr­unni. Það berst gegn ferli oxun­ar og sindurefna sem herja á frum­ur lík­am­ans með tím­an­um og hjálp­ar það því til dæm­is við að lækna skemmda frumu­vefi. Astax­ant­hin get­ur dreg­ið úr mynd­un mjólk­ur­sýru í vöðv­um og þreytu, bætt þol og styrk og stuðl­að að skjótu jafn­vægi í lík­am­an­um eft­ir æf ing­ar. Það er því mjög gott fyr ir íþrótta­fólk sem vill ná sem best­um ár­angri. Mik­ið af astax­ant­hin er til dæm­is í vöðv­um lax­ins og g vilja sum­ir meina að það gefi lax­in­um þá orku sem hann þarf rf til að synda gegn straumn­um. Húð, vöðv­ar, lið­bönd, sin­ar, augu, gu, innri líf­færi, hjarta- og æða­kerfi fi ásamt tauga­kerfi eru öll mót­tæki­leg fyr­ir astax­ant­hin, sem ger­ir það ein­stak­lega virkt með­al ðal andoxun­ar­efna.

Minni bruni, meiri brúnka? ?

Ysta lag yf­ir­húð­ar ver und­ir­liggj­andi lög henn­ar gagn­vart ýms­um efn­um, ör­ver­um og vatni. tni. Dýpra í yf­ir­húð­inni eru lif­andi i frum­ur sem skipta sér stöð­ugt til að end­ur­nýja ysta lag­ið og er r ævi­skeið hverr­ar frumu á bil­inu u 20-50 dag­ar. Í yf­ir­húð­inni eru einnig frum­ur sem fram­leiða brúna litar­efn­ið mel­an­ín þeg­ar r sól­in skín á húð­ina en hlut­verk þessa litar­efn­is er að verja a kjarna (erfða­efni) húð­frumanna na gagn­vart út­fjólu­blá­um geisl­um m sól­ar­inn­ar. Bæti­efn­ið astax­ant­hin thin get­ur dreg­ið úr þeim skaða sem út­fjólu­blá­ir geisl­ar sól­ar­inn­ar geta vald­ið húð­inni (sól­bruni) og ólíkt sól­krem­um sem bor­in eru á húð­ina blokk­ar Astax­ant­hin ekki þá geisla sem breyt­ast í D-víta­mín í húð­inni. Það ver húð­ina ein­fald­lega gegn skemmd­um og því gott fyr­ir alla en það hef­ur reynst þeim sem hafa mjög ljósa húð sér­stak­lega vel. Bæði ver það húð­ina bet­ur gegn sól­bruna og svo taka marg­ir meiri lit en áð­ur og/eða halda hon­um bet­ur – sem flest­um þyk­ir góð­ur bón­us.

Hreint ís­lenskt astax­ant­hin

Alga­líf er ís­lenskt fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu á þess­um Ha­ematococcus plu­vial­is ör­þör­ung­um og vinn­ur úr þeim há­gæða astax­ant­hin. Rækt­un og fram­leiðsla fer fram í ein­angr­uð­um rækt­un­ar­kerf­um þar sem all­ir meng­un­ar­vald­ar eru úti­lok­að­ir og ein­göngu hreint ís­lenskt vatn er not­að við fram­leiðsl­una. End­ur­nýt­an­leg orka er not­uð við

Astax­ant­hin get­ur dreg­ið úr þeim skaða sem út­fjólu­bláu geisl­ar sól­ar­inn­ar geta vald­ið húð­inni en ólíkt sól­ar­vörn­um blokk­ar það ekki þá geisla sem lík­am­inn okk­ar nýt­ir til D-víta­mín­fram­leiðslu. Hrönn Hjálm­ars­dótt­ir

fram­leiðsl­una og flokk­ast hún sem sjálf­bær iðn­að­ur.

Dag­leg inn­taka

Astax­ant­hin er 550 sinn­um öfl­ugra andoxun­ar­efni en E-víta­mín og 6.000 sinn­um áhrifa­rík­ara en C-víta­mín. Það tek­ur Astax­ant­hin 12-19 klukku­stund­ir að há­mark­ast í blóði þínu og eft­ir það brotn­ar það nið­ur á 3-6 klukku­stund­um. Þess vegna þarf að taka það inn dag­lega. Til þess að verja húð­ina gegn sól­ar­geisl­um, áð­ur en hald­ið er í gott sólar­frí er gott að hefja inn­töku nokkr­um vik­um áð­ur. Astax­ant­hin get­ur einnig ver­ið gott fyr­ir aug­un/sjón­himn­una og dreg­ið úr þreytu og álagi á aug­um og stuðl­að að skýr­ari sjón. Það dreg­ur einnig úr bólg­um al­mennt og nýt­ist vel gegn nán­ast hvaða bólgu­ástandi sem er, hvort sem það er í lið­um eða ann­ars stað­ar.

Fæst í apó­tek­um, heilsu­hús­um og heilsu­hill­um val­inna versl­ana.

Húð, vöðv­ar, lið­bönd, sin­ar, augu, innri líf­færi, hjarta- og æða­kerfi ásamt tauga­kerfi eru öll mót­tæki­leg fyr­ir astax­ant­hin, sem ger­ir það ein­stak­lega virkt með­al andoxun­ar­efna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.