Klár­uðu átta daga eyði­merk­urrall

Fréttablaðið - - MÓTORHJÓL -

Ís­lend­ing­arn­ir Ás­geir Örn Rún­ars­son og Sig­ur­jón Andrés­son kepptu á mótor­hjóli í byrj­un þessa mán­að­ar í Morocco Desert Chal­lenge-rall­inu. Þar voru ekn­ir 3.000 kíló­metr­ar í Sa­hara-eyði­mörk­inni á 8 dög­um.

Ás­geir Örn Rún­ars­son og Sig­ur­jón Andrés­son héldu til Marokkó í Norð­ur-Afríku í byrj­un þessa mán­að­ar til að taka þátt í næst­stærsta ralli sem hald­ið er í heim­in­um ár hvert. Morocco Desert Chal­lenge er rall þar sem ekn­ir eru þrjú þús­und kíló­metr­ar í Sa­hara-eyði­mörk­inni á átta dög­um. Ás­geir, sem keppti á sér­út­búnu mótor­hjóli, klár­aði keppn­ina og end­aði í sjötta sæti í sín­um flokki sem kall­að­ur er Malle Moto. „Við sem skrá­um okk­ur í Malle Moto-flokk­inn meg­um ekki þiggja neina ut­an­að­kom­andi að­stoð og þurf­um að sinna öllu við­haldi sjálf­ir. Við mátt­um taka með okk­ur tvo kassa, ann­an fyr­ir per­sónu­lega muni og hinn fyr­ir verk­færi og vara­hluti. Og þeg­ar við kom­um í mark að kvöldi þurf­um við vinna við hjól­ið sjálf­ir og und­ir­búa næsta dag en í þessu ralli eru átta dag­leið­ir og ekn­ir sam­tals þrjú þús­und kíló­metr­ar“.

Upp­lýs­ing­ar á Face­book

Hlut­verk Sig­ur­jóns í ferð­inni var fyrst og fremst að styðja vin sinn í hans þátt­töku en einnig að flytja þeim sem fylgd­ust með heima, frétt­ir af gangi mála. „Ég var þarna bæði til að upp­lifa og styðja Ás­geir en einnig til að segja frá okk­ar reynslu og reyna að deila henni á sam­fé­lags­miðl­um. Við sett­um í loft­ið Face­book-síðu sem kall­ast Mótor­hjól­arallý – Ás­geir Örn Rún­ars­son og þar sett­um við inn mynd­bönd, mynd­ir og upp­lýs­ing­ar oft á dag. Við feng­um mik­il og góð við­brögð að heim­an og það var geysi­lega skemmti­legt að finna við­brögð­in. Fólk hef­ur gam­an af því að sjá ann­að fólk glíma við fram­andi og erf­ið­ar að­stæð­ur,“seg­ir Sig­ur­jón.

Ágætt net­sam­band í Sa­hara

En hvernig gekk að koma skila­boð­um og mynd­bönd­um inn á sam­fé­lags­miðla þar sem rall­ið var oft á tíð­um á af­skekkt­um stöð­um í eyði­mörk­inni?

„Það er svo magn­að að það mátti oft­ast ná í gott net­sam­band í kring­um þétt­býliskjarna þarna suð­ur frá. Við þurft­um nátt­úru­lega að fá okk­ur ný síma­kort og fylla vel á þau fyr­ir ferð­ina en oft­ast þurfti ekki að aka alltof langt til að kom­ast í sæmi­legt sam­band.“

Að­stoð­ar­mað­ur­inn ók 3.500 kíló­metra í eyði­mörk­inni

„Ég tók bíla­leigu­bíl og ók á milli rásmarks og enda­marks dag hvern. Ég reyndi að koma við á áhuga­verð­um stöð­um og hitta fólk og upp­lifa. Stund­um ók ég bara beint af aug­um í eyði­mörk­inni og tók mynd­ir af því sem fyr­ir bar en aðra daga elti ég rall­ið og tók ljós­mynd­ir af því þeg­ar öku­tæk­in fóru hjá.“

Risa­stór adrenalíns­irk­us

Að sögn Sig­ur­jón var ferð­in öll og þátt­taka þeirra fé­laga mögn­uð upp­lif­un. „Þetta var stærra og kraft­meira en ég átti von á. Þetta er 1.300 manna sirk­us með 280 keppni­s­tækj­um og alls 555 öku­tækj­um, þeg­ar öku­tæki að­stoð­ar­fólks eru tal­in með. Lest­inni fylgdu með­al ann­ars þrjár þyrl­ur, alls kon­ar sjúkra- og drátt­ar­bíl­ar, sjón­varps­út­send­ingatrukk­ur með öllu til­heyr­andi, 15 ljós­mynd­ar­ar, 12 kvik­mynda­töku­menn og 10 blaða­menn,“seg­ir Sig­ur­jón og held­ur áfram. „Á hverj­um degi eft­ir að keppni­s­tæk­in höfðu ver­ið ræst var þessi 1.300 manna tjald­borg með að­stöðu lið­anna, eld­húsi, veit­inga­svæði og bar, sturtu- og sal­ern­is­að­stöðu rif­in nið­ur og flutt 300 kíló­metra og kom­ið upp sam­dæg­urs á öðru opnu svæði í eyði­mörk­inni. Það var ótrú­legt að fá að vera hluti af þessu, þetta voru sann­kall­að­ar adrenalín­búð­ir, keyrð­ar á ljósa­vél­um og það voru tæki í þenslu og prufuakstri alla nótt­ina. Við sváf­um í tjöld­um sem við tók­um með okk­ur út en gáf­um að lok­inni keppni enda vor­um við al­veg bún­ir að fá nóg því að sofa í tjaldi.“

Að hjóla í full­um herklæð­um í 40 stiga hita

Ás­geir, sem klár­aði rall­ið, lenti í 6. sæti í Malle Moto-flokkn­um og 49. sæti í flokki allra mótor­hjóla af 72 hjól­um sem hófu keppni. „Ég er mjög sátt­ur við ár­ang­ur­inn. Hjól­ið reynd­ist ótrú­lega vel og all­ur und­ir­bún­ing­ur var eins og best verð­ur á kos­ið mið­að við mitt fyrsta eyði­merk­urrall. Að­stæð­ur voru hins veg­ar af­ar erf­ið­ar, hit­inn óvenju hár fyr­ir árs­tíma og sandrok­ið mik­ið. Það er erfitt að hjóla í san­döld­um sem ég hef enga reynslu af með 1.200 hestafla trukk á hæl­un­um, það er ógn­vekj­andi reynsla sem ég þarf að öðl­ast meiri reynslu í ef ég færi í svona aft­ur. En hit­inn var þó erf­ið­ast­ur. Við hjól­uð­um í mikl­um hlífð­ar­klæðn­aði og með mik­inn bún­að og vatns­birgð­ir á okk­ur og í sjálfu sér er það eitt erfitt, þó að ekki bæt­ist við 40 stiga hiti. Ég var til að mynda al­gjör­lega sigr­að­ur eft­ir fjórða dag­inn og þurfti að hjóla svo­kall­aða þjón­ustu­leið fimmta dag­inn og fyr­ir það fékk ég tím­arefs­ingu,“sagði Ás­geir.

Ferða­lag­ið kynnt fljót­lega

Þeir fé­lag­ar eru sam­mála um að ferð­in hafi ver­ið dýr­mæt reynsla. „Fyr­ir mig var þetta ekki bara gam­all draum­ur að ræt­ast held­ur ein­stök upp­lif­un. Það er eitt­hvað svo gef­andi við það að tak­ast á við svona stórt verk­efni og sigr­ast á manni sjálf­um,“seg­ir Ás­geir. „Svo von­ast ég líka til að geta deilt reynslu til þeirra sem vilja upp­lifa svona sjálf­ir.“Sig­ur­jón hef­ur svip­aða sögu að segja. „Ég vissi ekki al­veg hvað ég var að fara út í en upp­lif­un­in var betri og sterk­ari en ég átti von á. Það hafði áhrif á mig að sjá hvernig fólk dreg­ur fram líf­ið í eyði­mörk­inni og það var sér­stakt að fara til Vest­ur-Sa­hara og finna hvernig ástand­ið og spenn­an er á því her­numda svæði.“

Ás­geir dytt­ar að keppn­is­hjóli sínu á milli stremb­inna daga í Marok­korall­inu.

Að lok­inn keppni er við hæfi að fagna. Ás­geir þreytt­ur en ánægð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.