Al­ex­and­er sýn­ir létta sum­ar­förð­un

Rakakrem, ljóma­drop­ar, augnskugg­ar og kinna­lit­ir. Förð­un­ar­fræð­ing­ur­inn Al­ex­and­er Sig­urð­ur Sig­fús­son er með réttu ráð­in fyr­ir þau sem vilja galdra fram létta og ferska sum­ar­förð­un.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ -

Þótt sum­ar­dag­ur­inn fyrsti hafi ekki reynst jafn sól­rík­ur og spáð var er óneit­an­lega kom­ið smá sum­ar í hjarta margra lands­manna eft­ir að hafa ver­ið svelt­ir um sól síð­ast­lið­ið ár. Okk­ur þótti því kjör­ið að fá förð­un­ar­fræð­ing­inn Al­ex­and­er Sig­urð Sig­fús­son til að sýna okk­ur sum­ar­lega förð­un til að hjálpa okk­ur að halda í von­ina

um að veðr­ið verði gott og sól­ríkt kom­andi mán­uði.

Með hækk­andi sól fer húð­in að taka smá lit og verða frísk­legri. Þá finnst Al­ex­and­er fal­legra að nota færri og létt­ari snyrti­vör­ur held­ur en van­inn er á vet­urna. Hér sýn­ir hann okk­ur fal­lega og létta hvers­dags­förð­un og hvernig auð­velt er að breyta henni í kvöld­förð­un, allt í tíu skref­um.

Al­ex­and­er seg­ir að það sé lít­ið mál að breyta dags­förð­un fyr­ir kvöld­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.