Það helsta um helg­ina

Þeir sem vilja gleyma sér í dynj­andi takti raf­tón­list­ar eiga von á góðu um helg­ina, jafn­vel þó svo að Són­ar hafi ver­ið af­lýst.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ -

Rit­höf­und­ar og út­gef­end­ur mæt­ast í fót­bolta­leik

Það eru ekki bara at­vinnu­menn­irn­ir í Pepsi Max deild­inni sem standa í ströngu í dag því að stál­in stinn mæt­ast á KR-vell­in­um þeg­ar bóka­út­gef­end­ur og rit­höf­und­ar, sem van­ir eru að vera í sama liði, etja kappi í fót­bolta­leik í tengsl­um við Bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík sem nú stend­ur sem hæst. Í liði út­gef­enda verða ein­hverj­ir öfl­ug­ustu bóka­út­gef­end­ur lands­ins og í liði rit­höf­unda verða beitt­ustu penn­ar bóka­þjóð­ar­inn­ar. Heið­ur starfs­stétt­anna er í húfi og án efa verð­ur hart bar­ist á vell­in­um. Allt er þetta þó gert í miklu bróð­erni og seinna í kvöld munu all­ir dansa sam­an á Bóka­ball­inu í Iðnó sem er öll­um op­ið.

Hvenær: 14.00, í dag, laug­ar­dag Hvar: Á gervi­grasvell­in­um í Frosta

Tón­leik­arn­ir Sk­aða­blót

Raf­tón­list­ar­bransi ís­lands hef­ur ákveð­ið sam­ein­ast um að halda partí þessa helg­ina þrátt fyr­ir að Són­ar hafi ver­ið af­lýst. Há­tíð­in hef­ur frá stofn­un ver­ið nokk­urs kon­ar árs­há­tíð raf­tón­list­ar­manna og unn­enda og var því mik­ill skell­ur þeg­ar henni var af­lýst í kjöl­far gjald­þrots lággjalda­flug­fé­lags­ins WOW. Komu því að­il­ar inn­an sen­unn­ar að máli við stjórn­end­ur há­tíð­ar­inn­ar og vildu leggja hönd á plóg til að halda nafni há­tíð­ar­inn­ar á lofti með hinum ýmsu tón­leik­um og par­tí­um um all­an bæ. Ber þar helst að nefna Sk­aða­blót sem hald­ið verð­ur í Bíói Para­dís og helstu raf­tón­list­ar­menn lands­ins stíga á svið.

Hvar: Í Bíó Para­dís, Hverf­is­götu 54 Hvenær: 20.00-02.00 í kvöld Verð: 2.000 kr.

Út­gáfu­fögn­uð­ur tíma­rits­ins Blæt­is

Út­gáfu­fögn­uð­ur tíma­rits­ins Blæt­is verð­ur hald­inn næst­kom­andi þriðju­dag í Mars­hall­hús­inu úti á Gr­anda. Þetta er í þriðja skipt­ið sem blað­ið kem­ur út en því er rit­stýrt af Ernu Berg­mann og Sögu Sig en Studio studio er list­rænn stjórn­andi ásamt þeim stöll­um. Um er að ræða harð­spjalda­tíma­rit sem er mun veg­legra en geng­ur og ger­ist í tíma­rita­geir­an­um. Í þetta sinn er þema blaðs­ins fram­tíð­in og fyll­ir það heil­ar 400 blað­síð­ur af tísku, hönn­un og list­um. Nýj­asta tölu­blað­ið inni­held­ur með­al ann­ars við­tal við Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, ljóð eft­ir Bubba og sögu Aft­ur-merk­is­ins. Vel verð­ur gert við gesti á þriðju­dag­inn, en boð­ið verð­ur upp á veit­ing­ar frá La Prima­vera, drykki frá Tanqu­eray og Thom­as Hen­ry. Sæv­ar Markús og FM Belfast þeyta skíf­um og eru veg­leg­ir gjafa­pok­ar í boði fyr­ir þá fyrstu sem mæta.

Hvar: Í Mars­hall­hús­inu, veit­inga­staðn­um La Prima­vera, Gr­anda­garði 20

Hvenær: 20.00, þriðju­dag­inn 30. apríl

Stóri plokk­dag­ur­inn 2019

Næst­kom­andi sunnu­dag stend­ur Plokk á Íslandi fyr­ir fyr­ir hreins­un­ar­degi um land allt og hvetja sam­tök­in ein­stak­linga og sveit­ar­fé­lög til að leggja hönd á plóg. Sér­stök áhersla verð­ur lögð á Reykja­nes­braut­ina enda er hún eitt það fyrsta sem blas­ir við aug­um er­lendra ferða­manna, og því sé mik­il­vægt að halda henni snyrti­legri. Ein­ar Bárð­ar­son, einn skipu­leggj­enda há­tíð­ar­inn­ar, hvatti fólk sér­stak­lega til að vera með eig­in „her­deild­ir“í sín­um hverf­um og hjálp­ast þar með að við að halda um­hverfi okk­ar snyrti­legu.

Hvar: Um land allt

Hvenær: All­an sunnu­dag­inn 28. apríl

Út­skrift­ar­sýn­ing fata­hönn­un­ar­nema frá LHÍ

Tísku­sýn­ing út­skrift­ar­nema fata­hönn­un­ar­deild­ar LHÍ verð­ur hald­in á þriðju­dag­inn í Flóa í Hörpu. Þar sýna sjö nem­end­ur deild­ar­inn­ar afrakst­ur náms­ins með út­skrift­ar­verk­efn­um sín­um. Í kjöl­far sýn­ing­ar­inn­ar verða verk­efn­in og vinnslu­ferl­ið til sýn­is á Kjar­vals­stöð­um. Markmið náms­ins er að nem­end­ur nái að þróa með sér per­sónu­lega af­stöðu til við­fangs­efn­is nám­skeiðs­ins og lýsa verk­efni nem­enda per­sónu­legri, list­rænni og jafn­vel póli­tískri af­stöðu.

Hvar: Í Flóa, Hörpu Hvenær: 19.00, þriðju­dag­inn 30. apríl

Rit­höf­und­ar og út­gef­end­ur mæt­ast í Frosta­skjól­inu í dag.

Sig­mund­ur Páll Frey­steins­son og In­gerð Tór­móðs­dótt­ir Jöns­son eru með­al þeirra sem sýna út­skrift­ar­verk­efni sín á þriðju­dag­inn í Flóa.

Raf­tón­list­in ræð­ur ríkj­um í Bíó Para­dís í kvöld.

Erna Berg­mann og Saga Sig eru rit­stjór­ar tíma­rits­ins Blæt­is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.