Fréttablaðið í dag

Guð­mund­ur Stein­gríms­son sakn­ar kyrrð­ar­inn­ar á Íslandi.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Guð­mund­ur Stein­gríms­son

Nú hef ég ver­ið á ferða­lagi með konu minni og börn­um frá því í janú­ar um lönd Mið- og Suð­urA­m­er­íku. Þessa stund­ina er­um við í Perú á leið­inni til Bóli­víu. Við seld­um bíl­inn, leigð­um íbúð­ina og kýld­um á það. Við höf­um aldrei ferð­ast svona lengi. Hver er með sinn bak­poka. Ein af upp­götv­un­um ferð­ar­inn­ar er sú hversu ein­falt það er að lifa með lít­ið. Mað­ur þarf í raun­inni ekki baun, svona frá degi til dags.

Auð­vit­að hafa ver­ið ort mörg ljóð og skrif­að­ar marg­ar sög­ur um það hvernig ferða­lög fólks eru alltaf líka ferða­lög hug­ans. Í raun veit mað­ur ekki hvernig langt ferða­lag mun breyta þanka­gang­in­um og sýn­inni á lífið, ekki frek­ar en mað­ur veit hvað bíð­ur manns á áð­ur ókönn­uð­um stöð­um. Sér­hvert ferða­lag er þannig óvissu­ferð bæði inn á við og út á við.

Þrjár upp­götv­an­ir

Áð­ur en við lögð­um af stað hugs­aði ég svo­lít­ið um það hvernig kynn­in af öll­um þess­um fjar­lægu lönd­um myndu breyta sýn minni á heima­hag­ana. Til­hneig­ing­in til að spegla aðra menn­ingu í sinni eig­in er sterk. Í sól­ar­landa­ferð­um síð­ustu ald­ar fór þessi sam­an­burð­ur yfir­leitt þannig fram að fólk skrif­aði póst­kort heim til Ís­lands og greindi frá því með tíu upp­hróp­un­ar­merkj­um að áfengi væri fá­rán­lega ódýrt á Spáni og að mað­ur þyrfti ekki að vera í peysu. Það væri heit­ara úti en inni.

Núna er þjóð­in ver­ald­ar­van­ari — all­ir eru á flandri — og upp­götv­an­ir um áfeng­is­verð og veð­ur­far þykja ekki merki­leg­ar. Trúr þess­ari gömlu póst­korta­hefð finnst mér þó við­eig­andi að skrifa kort heim og segja frá því hvað ég hef upp­götv­að hing­að til um Ís­land og ver­öld­ina. Hér er þrennt:

Á Íslandi er þögn

Í Mið- og Suð­ur-Am­er­íku eru enda­laus hljóð úti um allt. Öskurap­ar vekja mann með and­fæl­um á næt­urn­ar. Hund­ar gelta. Han­ar gala. Skrít­in skor­dýr gefa frá sér hljóð sem er eins og há­tíðni-keðju­sög. Fólk í Kól­umb­íu hlust­ar á tónlist eins og hækka/lækka takk­ar lands­ins séu all­ir fast­ir á hæsta. Heyrn­ar­tól eru ekki mik­ið tek­in í álf­unni. Ösku­bíl­ar eru með hátal­ara á sér og blasta ein­hvers kon­ar tekn­ósalsa í botni klukk­an sex á morgn­ana. Öku­menn í Perú virð­ast al­gjör­lega sann­færð­ir um það að um­ferð­in muni ekki fara áfram nema þeir flauti hressi­lega. Morgn­arn­ir eru eitt alls­herj­ar flautu­brjál­æði.

Mað­ur á ekki að venj­ast þessu. Þeg­ar ég hugsa um Ís­land í þess­um sam­an­burði heyri ég lág­vært blíst­ur í gnauð­andi vindi. Mögu­lega regn á báru­járnsþaki. Kannski frétta­stef­ið í ná­lægri íbúð. Klukkutif á vegg. Lít­ið meira. Ein­hvern tím­ann heyrði ég í Vest­ur­bæn­um nið frá bassa á Gay Pri­de. Og jú, ég hef heyrt hund gelta. En ef ein­hver í Vest­ur­bæn­um væri með hana úti í garði sem gól­aði frá þrjú til fimm á næt­urn­ar, héldi öskurapa, fimm brjál­aða villi­hunda og hengdi tekn­ógræj­ur ut­an á ösku­bíl­inn, er ég nokk­uð viss um að allt yrði snældu­vit­laust í Vest­ur­bæj­ar­grúpp­unni.

Lifi bylt­ing­in

Leigu­bíl­stjór­ar í Mið- og Suð­ur-Am­er­íku eru marg­ir mikl­ir grall­ara­spó­ar. Þeir vita oft ekki hvar göt­urn­ar eru. Eiga yfir­leitt ekki skipti­mynt. Yppta öxl­um yf­ir skorti á ör­ygg­is­belt­um. Hótel­rek­end­ur eru haldn­ir svip­uð­um til­hneig­ing­um. Þeir aug­lýsa fyr­ir­taks­her­bergi á bók­un­ar­síð­um, en svo fær mað­ur auð­vit­að ekki það her­bergi við kom­una, held­ur litla kompu við hlið­ina á loftræsti­kerf­inu með út­sýni á múr­vegg. Í ver­öld hinna gömlu og hverf­andi við­skipta­hátta skipt­ir ánægja neyt­and­ans ekki næst­um því jafn­miklu máli og hún ger­ir í því um­hverfi sem bílapönt­un­ar­app­ið Über og leiguapp­ið Airbnb hafa skap­að. Á ferð okk­ar höf­um við not­að þessi und­ur óspart, til ein­föld­un­ar og þæg­inda. Á Íslandi rík­ir mun meiri tor­tryggni gagn­vart Über og Airbnb en hér suð­ur frá. Über er bein­lín­is bann­að. Hitt má helst ekki. Stjórn­völd og hags­muna­að­il­ar hafa sam­ein­ast um að gera þess­um nú­tíma­þjón­ustu­hátt­um sem lægst und­ir höfði, enda stór­hættu­legt að neytendur geti pant­að og not­ið þjón­ustu á ein­fald­an hátt, vit­að hvað þeir fá og gef­ið svo dóma á eft­ir. Hvað þá að þjón­ust­an sé per­sónu­leg, eign­um sé deilt og að fólk kynn­ist jafn­vel. Á Íslandi ráða þurs­ar of miklu. Hrædd­ir við nú­tím­ann. Þeir eru spennt­ari fyr­ir stór­skipa­höfn í Finna­firði en mögu­leik­um deili­hag­kerf­is­ins.

Mann­kyn eitt

Ein upp­götv­un er þó öðr­um fremri hing­að til. Við höf­um kynnst því að fólk er al­mennt gott. Þótt böl sé víða lif­ir kær­leik­ur­inn. Það er líka eitt­hvað magn­að við það að ferð­ast heims­horna á milli og upp­götva að áhuga­mál­in og húm­or­inn er sá sami. Fólk er að horfa á sömu þætt­ina á Net­flix og ég.

Og súp­an sem við sitj­um öll í er líka sú sama: Jök­ull­inn á hinu fræga eld­fjalli Cotop­axi er líka að hverfa, rétt eins og ís­inn á Snæ­fells­jökli. Fólk­inu í Ekvador finnst það al­veg jafn­hræði­legt. Sp­urn­ing­in sem blas­ir við, hún sam­ein­ar mann­kyn: Hvað ætl­um við að gera í því?

Við höf­um kynnst því að fólk er al­mennt gott.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.