Seg­ir Skota þurfa að taka völd­in á ný

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Breskt þing­ræði er í lamasessi og því þurfa Skot­ar sjálf­ir að taka ákvörð­un um fram­tíð þjóð­ar­inn­ar. Þetta sagði Nicola St­ur­geon, leið­togi Skoska þjóð­ar­flokks­ins (SNP) og fyrsti ráð­herra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, á lands­fundi flokks­ins í gær.

„ At­burða­rás síð­ustu þriggja ára hef­ur leitt það í ljós, og það er haf­ið yf­ir all­an vafa, að í aug­um Skot­lands er West­minster-kerf­ið ekki að virka,“hafði Reu­ters eft­ir St­ur­geon.

Skoski leið­tog­inn bætti því svo við að nú væri það und­ir SNP kom­ið að afla meiri stuðn­ings fyr­ir sjálf­stæði. „Og að tryggja það að stjórn­völd í West­minster geti ekki stað­ið í vegi fyr­ir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörð­un.“

Stuðn­ing­ur við sjálf­stætt Skotland er nú sá mesti frá ár­inu 2015, sam­kvæmt nýrri könn­un YouGov. Alls segj­ast 49 pró­sent Skota vilja lýsa yf­ir sjálf­stæði frá Bretlandi.

51 pró­sent er and­vígt sjálf­stæði og mun­ur­inn því af­ar lít­ill.

Ef lit­ið er til könn­un­ar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að stað­an hef­ur breyst nokk­uð. Þá sögð­ust 45 pró­sent fylgj­andi sjálf­stæði en 55 pró­sent sögðu nei. Grein­end­ur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þró­un til sí­vax­andi óánægju Skota með gang mála í út­göngu­mál­um, en meiri­hluti Skota lagð­ist gegn út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 2016.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Nicola St­ur­geon, leið­togi SNP.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.