Eng­inn get­ur tek­ið sér lög­reglu­vald

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – dfb

„ Auð­vit­að get­ur eng­inn tek­ið sér lög­reglu­vald sem ekki hef­ur lög reglu­vald,“seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, ný­sköp­un­ar og iðn­að­ar og starf­andi dóms­mála­ráð­herra, um fram­göngu tveggja manna á fundi Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Kópa­vogi um þriðja orkupakk­ann á laug­ar­dags­kvöld þeg­ar tveir hæl­is­leit­end­ur stóðu upp og kröfðu Þór­dísi um svör vegna stöðu hæl­is­leit­enda á Íslandi.

Þeg­ar hæl­is­leit­end­urn­ir báru upp er­indi sitt stóðu tveir óein­kennisklædd­ir menn upp, gripu í hæl­is­leit­end­urna og sögðu: „We are the police,“eða „við er­um lög regl­an“. Menn­irn­ir sett­ust að lok­um nið­ur og héldu fund­ar­höld áfram með eðli­leg­um hætti þar til yf­ir lauk.

Ár­mann Kr. Ól­afs son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs og fund­ar­stjóri, sagði á fund­in­um að ekki væri þörf á að hringja í lög­regl­una en hann benti á menn­ina tvo og sagði að þeir væru lög­regl­an. Hann sagði í kjöl­far fund­ar­ins að menn­irn­ir væru fyrr ver­andi lög­reglu­þjón­ar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiks­ins.

„Þarna komu upp að­stæð­ur sem komu öll­um í opna skjöldu. Við vor­um bú­in að eiga góð­an fund og það þurfti ein­hvern veg­inn að halda stjórn á fund­in­um,“sagði Þór­dís Kol­brún í Silfr­inu í gær­morg­un.

„Þetta var óþægi­legt og lög­regl­an var á staðn­um þótt hún hafi ekki ver­ið inni. Það lang­ar eng­an að fá ein­hvern veg­inn lög reglu­menn í bún­ing­um og grípa til að­gerða á ein­hverj­um fundi,“seg­ir hún og bæt­ir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lög­reglu­vald taki sér það.

„Auð­vit­að get­ur eng­inn tek­ið sér slíkt vald.“

Auð­vit­að get­ur eng­inn tek­ið sér slíkt vald.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.