For­ræð­ið er Ís­lend­inga

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Njáll Trausti Frið­berts­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Um­ræð­an um þriðja orkupakk­ann tek­ur á sig hinar ýmsu mynd­ir. Sem dæmi hafa sum­ir stjórn­mála­menn dreg­ið upp þá mynd að inn­leið­ing­in feli í sér að ákvörð­un um lagn­ingu sæ­strengs verði ekki leng­ur á for­ræði Ís­lands. Stað­hæf­ing þess­ara stjórn­mála­manna er ein­fald­lega röng og gef­ur til­efni til leið­rétt­ing­ar.

Ekk­ert í þriðja orkupakk­an­um skuld­bind­ur Ís­land til að leggja sæ­streng til meg­in­lands Evr­ópu en slík ákvörð­un verð­ur á for­ræði Ís­lands.

Ís­lensk stjórn­völd hafa nú lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu vegna þriðja orkupakk­ans sem tek­ur af öll tví­mæli um að lagn­ing sæ­strengs verð­ur ávallt háð sam­þykki Al­þing­is. Áð­ur en til slíks sam­þykk­is kæmi þyrfti Al­þingi þá jafn­framt að end­ur­skoða laga­grund­völl þriðja orkupakk­ans. Þannig er bú­ið um hnút­ana að ákvæði þriðja orkupakk­ans varð­andi teng­ingu yf­ir landa­mæri, s.s. með sæ­streng, koma ekki til fram­kvæmda fyrr en að slíkri end­ur­skoð­un lok­inni.

Loks hef­ur ráð­herra orku­mála lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á raf­orku­lög­um ann­ars veg­ar og þings­álykt­un­ar­til­lögu um breyt­ingu á þings­álykt­un um stefnu stjórn­valda um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is raf­orku hins veg­ar.

Í breyttri þings­álykt­un er sér­stak­lega kveð­ið á um að ekki verði ráð­ist í teng­ingu raf­orku­kerf­is í gegn­um sæ­streng nema að und­an­gengnu sam­þykki Al­þing­is. Þess er sér­stak­lega get­ið að sam­þykki verði að liggja fyr­ir áð­ur en fram­kvæmd­ir sem varða sæ­streng geti far­ið á fram­kvæmda­áætl­un kerf­isáætl­un­ar.

Þess­um að­gerð­um er ætl­að að draga ramma í kring­um flutn­ing raf­orku frá Íslandi til meg­in­lands Evr­ópu og tryggja að und­ir eng­um kring­um­stæð­um verði lagð­ur hing­að sæ­streng­ur án að­komu ís­lenskra stjórn­valda. Það er eng­um vafa und­ir­orp­ið að lagn­ing sæ­strengs verð­ur ávallt á for­ræði ís­lenskra stjórn­valda og þannig þjóð­ar­inn­ar. Allt tal um ann­að er stað­leysa.

Það er skilj­an­legt að fólk hafi áhyggj­ur af ýmsu sem teng­ist þriðja orkupakk­an­um – enda stórt mál. Hins veg­ar er mik­il­vægt að um­ræð­an bygg­ist á stað­reynd­um. Það á bæði við um í vinnu þings­ins og í sam­fé­lag­inu öllu.

Ekk­ert í þriðja orkupakk­an­um skuld­bind­ur Ís­land til að leggja sæ­streng til meg­in­lands Evr­ópu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.