Á ferð um ver­öld­ina

Fréttablaðið - - MENNING - Höf­und­ar: Bíbí & Blaka Dans­höf­und­ur: Tinna Grét­ars­dótt­ir Tónlist og hljóð­mynd: Sól­rún Sumarliða­dótt­ir Inn­setn­ing, leik­mun­ir og bún­ing ar: Guðný Hrund Sig­urð­ar­dótt­ir Flytj­end­ur: Snæ­dís Lilja Inga­dótt­ir og Val­gerð­ur Rún­ars­dótt­ir Sesselja G. Magnús­dótt­ir

Fyrr í þess­um mán­uði var barnadans­sýn­ing­in Spor frum­sýnd í Borg­ar­bóka­safn­inu í Gerðu­bergi sem einn af við­burð­um Barna­menn­ing­ar­há­tíð­ar. Síð­an hafa ver­ið haldn­ar skóla­sýn­ing­ar á verk­inu en nokkr­ar al­menn­ar sýn­ing­ar verða á verk­inu núna í nokk­ur skipti. Spor fjall­ar um ork­una og hvernig hún er alls stað­ar sjá­an­leg, heyr­an­leg og snert­an­leg. Sýn­ing­in er ekki eig­in­leg dans­sýn­ing held­ur gagn­virk sýn­ing þar sem áhorf­end­ur taka þátt og skapa hluta henn­ar með þátt­töku sinni. Áhorf­end­ur eru leidd­ir af tveim­ur furðu­ver­um í gegn­um undra­ver­öld sem minn­ir okk­ur á það sem býr í geimn­um, höf­un­um og jörð­inni.

Ferða­lag­ið hófst í rými þar sem litl­ar ljós­stjörn­ur lýstu í myrkr­inu en öðru hverju birti þar inni eins og af völd­um eld­inga. Það­an lá leið­in inn í silf­ur­litt rými þar sem fisk­ur lá und­ir steini að því virt­ist. „Þetta eru mar­glytt­ur“. „Mar­glytt­ur eru ekki hættu­leg­ar …“Eft­ir að hafa ver­ið að­eins smeyk­ir við myrkr­ið í fyrstu mátti heyra að hér vakn­aði for­vitni áhorf­enda. Það upp­hóf­ust mikl­ar pæl­ing­ar um hvað þetta væri nú eig­in­lega sem væri á svið­inu og hvað væri að ger­ast. Ung­ir áhorf­end­ur geta venju­lega ekki set­ið hljóð­ir á leik­sýn­ing­um og það fal­lega var að sam­ræð­ur þeirra auðg­uðu sýn­ing­una en trufl­uðu hana ekki. Það var í þessu her­bergi sem furðu­ver­urn­ar komu til sög­unn­ar. Þær gáfu leik­mun­un­um líf eða hinum svo­köll­uðu „mar­glytt­um“og buðu áhorf­end­um að taka þátt í sýn­ing­unni með því að bjóða þeim ljós til að hjálpa við að skapa út­lit rým­is­ins. Sam­ferða­mað­ur minn varð mjög hrif­in af ljós­inu sem hann fékk en var ekki al­veg sátt­ur við að hann þurfti að koma því strax fyr­ir í leik­mynd­inni. Hann hefði vilj­að leika sér að­eins meira með það.

Úr haf­inu vor­um við leidd upp á land, inn í rými þar sem stein­ar og mosi sköp­uðu stemm­ing­una. Í þessu rými döns­uðu ver­urn­ar meira og léku sér við hver aðra og mosa­ver­ur sem birt­ust uppi á veggn­um. Þær léku sér einnig með stein­ana í rým­inu sem fyr­ir ein­hvern gald­ur gáfu frá sér hljóð þeg­ar sum­um þeirra var rað­að sam­an. Áhorf­end­ur fengu að kanna þenn­an gald­ur og höfðu gam­an af. Sýn­ing­in end­aði síð­an á því að ver­urn­ar leiddu hóp­inn út í raun­veru­leik­ann eft­ir stein­un­um á gólf­inu og kvöddu þá við „hlið­ið“að okk­ar heimi.

Spor eins og aðr­ar sýn­ing­ar Bíbí & Blaka er dá­sam­leg upp­lif­un fyr­ir börn (á öll­um aldri). Gagn­virkn­in í sýn­ing­un­um geng­ur vel upp í rým­inu sem minn­ir okk­ur á jörð­ina en virk­aði ekki eins vel í hinum tveim­ur, þar hefðu áhorf­end­ur mátt fá að leika meira. Það væri gam­an að sjá þessa hug­mynd með gagn­virkn­ina tekna enn­þá lengra. Ver­öld­in (inn­setn­ing­in) sem far­ið var í gegn­um var heill­andi og hljóð­heim­ur­inn um­vafði mann á þægi­leg­an hátt. Ver­urn­ar höfðu þægi­lega nær­veru, sem skipti miklu máli því að ná­lægð­in var mik­il, og náðu vel til barn­anna þeg­ar þær buðu þeim að leika með.

Dans­sköp­un­in og frammistaða dans­ar­anna var að venju góð. Tinna Grét­ars­dótt­ir hef­ur gott vald á að semja dans fyr­ir börn og Snæ­dís Lilja Inga­dótt­ir nær alltaf ein­stak­lega vel til þeirra sem dans­ari. Val­gerð­ur Rún­ars­dótt­ir féll síð­an al­veg inn í þetta verk­efni.

NIÐURSTAÐA: Það var ljúf upp­lif­un að ferð­ast í geng­um undra­ver­öld dans­verks­ins Spor. Það hefði samt ver­ið enn­þá skemmti­legra ef gagn­virkni sýn­ing­ar­inn­ar hefði ver­ið enn­þá meiri.

Spor er dá­sam­leg upp­lif­un fyr­ir börn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.