Fleiri hafa ekki greinst með misl­inga í ald­ar­fjórð­ung vest­an­hafs

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉ T TAB LAÐIÐ - – aá

„ Sjúk­dóm­ar sem til eru bólu­efni við eiga heima í sagn­fræði­bók­um, ekki í neyð­ar­mót­tök­un­um okk­ar,“sagði Al­ex Az­ar, heil­brigð­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, á blaða­manna­fundi í vik­unni vegna hertra ráð­staf­ana þar vest­an­hafs til að stöðva út­breiðslu misl­inga.

Minnst 704 hafa smit­ast af misl­ing­um í Banda­ríkj­un­um það sem af er þessu ári, sam­kvæmt nýrri skýrslu heil­brigð­is­yf­ir­valda lands­ins. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á ári síð­ast­lið­in 25 ár í Banda­ríkj­un­um. Eng­in dauðs­föll vegna misl­inga hafa þó ver­ið skráð á ár­inu.

Smit hef­ur greinst í 22 ríkj­um Banda­ríkj­anna.

Í New York-borg, þar sem flest smit hafa ver­ið greind, hef­ur ver­ið ákveð­ið að setja á bólu­setn­ing­ar­skyldu en yf­ir 500 af þeim rúm­lega 700 sem greinst hafa með misl­inga á ár­inu voru ekki bólu­sett­ir.

Yfir­völd hafa grip­ið til ým­issa að­gerða auk bólu­setn­ing­ar­skyldu. Í ein­staka sýsl­um eiga misl­inga­smit­að­ir yf­ir höfði sér háa sekt, hundsi þeir af ásettu ráði fyr­ir­mæli um að halda sig fjarri opn­um svæð­um.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hvatti fólk í gær til að láta bólu­setja börn­in sín og fékk lof frá heil­brigð­is­ráð­herra sín­um fyr­ir breytt við­horf til bólu­setn­inga. For­set­inn lýsti efa­semd­um um bólu­setn­ing­ar í að­drag­anda for­seta­kosn­ing­anna 2016 og tók und­ir kenn­ing­ar um tengsl þeirra og ein­hverfu. Az­ar skýrði sinna­skipti for­set­ans þannig að skipt­ar skoð­an­ir með­al sér­fræð­inga um efn­ið hafi nú ver­ið til lykta leidd­ar, líkt og um ný­lega upp­götv­un væri að ræða.

Al­ex Az­ar heil­brigð­is­ráð­herra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.