Ekki hægt að skipa fyr­ir um lagn­ingu sæ­strengs

Formað­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar seg­ir að skýr svör hafi feng­ist á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær við ýms­um rang­færsl­um sem uppi hafi ver­ið í um­ræð­unni um þriðja orkupakk­ann. Full­trúi Mið­flokks­ins vill leita und­an­þágu frá inn­leið­ingu reglu­gerð­ar um Sam­starfs­stofnu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉ T TAB LAÐIÐ - FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Það eru lög­fræði­leg­ir loft­fim­leik­ar að halda því fram að þriðji orkupakk­inn leiði til þess að hægt verði að skylda ís­lenska rík­ið til að leggja sæ­streng. Þetta kom fram í máli Skúla Magnús­son­ar, hér­aðs­dóm­ara og dós­ents við laga­deild Há­skóla Ís­lands, á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gær.

Skúli kom á fund nefnd­ar­inn­ar til að ræða álits­gerð sína sem snýr að því hvort inn­leið­ing þriðja orkupakk­ans í EES-samn­ing­inn sam­ræm­ist stjórn­skip­un­ar­regl­um með til­liti til vald­framsals til al­þjóð­legra stofn­ana.

„Það er al­veg ljóst í hans álits­gerð að það eru ekki heim­ild­ir til að­ila ut­an Ís­lands í þriðja orkupakk­an­um til ákvarð­ana á nýt­ingu auð­linda okk­ar. Það er held­ur ekki neitt í orkupakk­an­um sem gef­ur ein­hverj­ar heim­ild­ir þannig að ein­hver ann­ar geti fyr­ir­skip­að um lagn­ingu sæ­strengs. Það var mjög skýrt og gott að fá það fram hjá hon­um að vel rök­studdu máli,“seg­ir Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Ás­laug Arna bend­ir líka á að Skúli telji framsal vald­heim­ilda inn­an marka og gangi meira að segja skem­ur en til dæm­is evr­ópska fjár­mála­lög­gjöf­in. „For­ræði á raf­orku­mark­aði er hjá okk­ur og verð­ur ekki fært frá ís­lensk­um stjórn­völd­um. Ég held að þetta séu allt at­riði sem hafa ver­ið uppi í um­ræð­unni og oft í tals­verð­um rang­færsl­um,“seg­ir hún.

Ólaf­ur Ís­leifs­son sat fund­inn fyr­ir hönd Mið­flokks­ins í stað Gunn­ars Braga Sveins­son­ar sem for­fall­að­ist. Ólafi fannst svör Skúla við því hvaða af­leið­ing­ar það hefði ef Ís­land myndi ekki sam­þykkja inn­leið­ingu orkupakk­ans ófull­nægj­andi.

Skúli lagði í sínu máli áherslu á að slík­ar vanga­velt­ur væru fyrst og fremst póli­tísk­ar spurn­ing­ar. Hins veg­ar gætu orð­ið nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar af því ef inn­leið­ing frest­að­ist. Það væri ESB ekki að skapi að ríki veldu bestu mol­ana úr sam­starf­inu.

Ólaf­ur tel­ur hins veg­ar að taka eigi upp við­ræð­ur við ESB um und­an­þágu frá inn­leið­ingu á reglu­gerð­inni sem snýr að ACER, Sam­starfs­stofn­un eft­ir­lits­að­ila á orku­mark­aði. Þar tek­ur hann und­ir álits­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Frið­riks Árna Frið­riks­son­ar Hirst.

„Þeir bera þetta sam­an við að ESA ætti að fara ákveða fisk­veiðikvót­ann hérna. Það er nátt­úru­lega ekki hægt að draga upp sterk­ari mynd fyr­ir Ís­lend­inga held­ur en það að þarna væru er­lend­ir að­il­ar að eiga við sjáv­ar­auð­lind­ina,“seg­ir Ólaf­ur.

Hann seg­ist telja að það ríki skiln­ing­ur hjá ESB á því að mál­ið sé við­kvæmt og legg­ist illa í Ís­lend­inga.

„ Af hverju skyldi því vera illa tek­ið? Það er held­ur engu tap­að þó að þetta yrði tek­ið upp. Þeir færu ekki að segja að úr því við vilj­um ekki inn­leiða þessa reglu­gerð að þá vilj­um við ekk­ert vera í þessu sam­starfi.“

Ut­an­rík­is­mála­nefnd mun næstu vik­ur fjalla áfram um þriðja orkupakk­ann. Gert er ráð fyr­ir að far­ið verði yf­ir álits­gerð Stef­áns Más og Frið­riks auk álits Davíðs Þórs Björg­vins­son­ar á föstu­dag­inn.

For­ræði á raf­orku­mark­aði er hjá okk­ur og verð­ur ekki fært frá ís­lensk­um stjórn­völd­um.

Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar

Skúli Magnús­son var gest­ur ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar þar sem þriðji orkupakk­inn var rædd­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.