Án sýkla­lyfja

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kjart­an Hreinn Njáls­son kjart­[email protected]­bla­did.is

Þó ekki sé nema tæp­lega öld lið­in síð­an sýkla­lyf litu dags­ins ljós, þá virð­ist það vera nær óhugs­andi að ímynda sér ver­öld án þeirra. Án þeirra get­ur minnsta skráma reynst ban­væn; barns­burð­ur hættu­leg­ur bæði móð­ur og barni; berkl­ar og lungna­bólga ill­við­ráð­an­leg­ir sjúk­dóm­ar, líf­færaígræðsl­ur og lyfja­með­ferð­ir við krabba­meini ómögu­leg­ar. Sýkla­lyf eru bjarg­föst und­ir­staða nú­tíma lækn­is­fræði, og þau eru vafa­laust ein af grunn­for­send­um þeirra stór­kost­legu fram­fara sem mann­kyn hef­ur náð á und­an­förn­um ára­tug­um.

Eins yf­ir­þyrm­andi og sú til­hugs­un kann að vera

– þá sér­stak­lega á tím­um krafna um for­dæma­laus­ar að­gerð­ir í þágu um­hverf­is­ins, með til­heyr­andi breyt­ing­um á lífs­stíl okk­ar og venj­um – þá blas­ir við okk­ur, að óbreyttu, ákveð­ið aft­ur­hvarf til for­tíð­ar þeg­ar sýkla­lyf­in eru ann­ars veg­ar.

Sam­hæf­ing­ar­nefnd al­þjóða­stofn­ana um þol gegn sýkla­lyfj­um, sem sett var á lagg­irn­ar ár­ið 2016, skil­aði í gær til­lög­um sín­um að að­gerða­áætl­un til að stemma stigu við út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæm­is á heimsvísu. Til­lög­ur hóps­ins, sem skip­að­ur var af­ar fjöl­breytt­um hópi sér­fræð­inga frá Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un, Al­þjóða­bank­an­um, Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofn­un Sa­mein­uðu þjóð­anna, Efna­hags- og fram­fara­stofn­un og fleiri, verð­ur lögð fyr­ir Alls­herj­ar­þing Sa­mein­uðu þjóð­anna. Í kjöl­far­ið verða til­lög­urn­ar not­að­ar til að upp­færa hnatt­ræna að­gerða­áætl­un frá ár­inu 2015.

Í til­lög­um nefnd­ar­inn­ar er að finna af­drátt­ar­laust ákall til heims­byggð­ar­inn­ar um að­gerð­ir, og það hið snar­asta. Nefnd­in seg­ir sýkla­lyfja­ónæmi vera hnatt­ræna ógn sem ógni heilli öld af fram­förum í heil­brigð­is­þjón­ustu. Sjúk­dóm­ar og veik­indi tengd þoli gegn sýkla­lyfj­um draga nú um 700 þús­und manns til dauða ár­lega. Fjöld­inn gæti náð 10 millj­ón­um manna ár­ið 2050, verði ekk­ert að gert. Sam­hliða þessu verð­ur þörf fyr­ir yf­ir­þyrm­andi, og jafn­vel lam­andi, út­gjöld til heil­brigð­is­mála – mála­flokks sem í dag er víð­ast hvar und­ir­fjármagn­að­ur.

Ástæð­an fyr­ir þess­ari þró­un er gegnd­ar­laus sýkla­lyfja­notk­un und­an­far­inna ára­tuga, hjá mönn­um, dýr­um og plönt­um. Þessi mikla notk­un hef­ur ýtt und­ir, auð­veld­að og hrað­að mynd­un og út­breiðslu bakt­ería sem eru ónæm­ar fyr­ir sýkla­lyfj­um.

Sally Da­vies, frá­far­andi land­lækn­ir Bret­lands, var einn af höf­und­um skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við The Gu­ar­di­an bend­ir hún á að bar­átt­an við sýkla­lyfja­ónæmi eigi margt sam­merkt með þeim verk­efn­um sem fylgja los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og breyt­ing­um á veð­ur­fari plán­et­unn­ar. Hún seg­ir að ógn­in sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í lofts­lags­breyt­ing­um. Þannig sé þörf á mun ein­beitt­ari að­gerð­um gegn ónæmi en áð­ur hef­ur þekkst.

Um­ræð­an um sýkla­lyfja­ónæmi hér á landi er oft­ar en ekki háð í sam­hengi við laga­breyt­ing­ar og toll­kvóta, og þá úr skot­gröf­um stjórn­mál­anna. Hins veg­ar þarf að gera bet­ur til að út­skýra fyr­ir al­menn­ingi hvað felst í þess­ari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn get­ur gert til að milda yf­ir­vof­andi högg þeg­ar for­tíð­in knýr á dyr.

Ástæð­an fyr­ir þess­ari þró­un er gegnd­ar­laus sýkla­lyfja­notk­un und­an­far­inna ára­tuga, hjá mönn­um, dýr­um og plönt­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.