Löng bið að baki hjá Sp­urs

Fréttablaðið - - SKOÐUN - – kpt

Ajax og Totten­ham mæt­ast í fyrri leik lið­anna í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í kvöld. Leik­ur­inn fer fram á nýj­um heima­velli Totten­ham en lið­in mæt­ast á ný í Hollandi að viku lið­inni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Totten­ham kemst í undanúr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í 57 ár eða síð­an Eu­sé­bio og liðs­fé­lag­ar hans í Ben­fica komu í veg fyr­ir að Totten­ham léki til úr­slita.

Totten­ham verð­ur án Son HeungM­in sem tek­ur út leik­bann og þá eru Harry Ka­ne og Harry Winks fjar­ver­andi vegna meiðsla en leik­menn Ajax fengu hvíld í deild­ar­keppn­inni um helg­ina til að und­ir­búa sig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.