ÍBV og Hauk­ar mæt­ast enn á ný í úr­slita­keppn­inni

Fréttablaðið - - SKOÐUN - – kpt FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Undanúr­slit Olís-deild­ar karla hefjast í kvöld þeg­ar deild­ar­meist­ar­ar Hauka taka á móti ÍBV á sama tíma og Sel­foss tek­ur á móti Val á Sel­fossi. Vinna þarf þrjá leiki til að kom­ast í úr­slita­ein­víg­ið sjálft.

Þetta er í fjórða sinn á síð­ustu sex ár­um sem Hauk­ar og ÍBV mæt­ast í úr­slita­keppn­inni. Fimm ár eru lið­in síð­an lið­in mætt­ust í úr­slita­ein­víg­inu þar sem Eyja­menn unnu fyrsta Ís­lands­meist­ara­titil sinn í karla­flokki eft­ir sig­ur í odda­leik. Það hef­ur reynst lið­un­um vel að vinna ein­vígi lið­anna því sig­urlið­ið í þess­um þrem­ur við­ur­eign­um hef­ur alltaf end­að með Ís­lands­meist­ara­titil­inn, Eyja­menn tví­veg­is og Hauk­ar einu sinni.

Hauk­ar unnu fyrri leik lið­anna á þessu tíma­bili en þeim síð­ari lauk með jafn­tefli í Eyj­um.

Í seinna ein­víg­inu mæt­ast Sel­fyss­ing­ar sem eru í leit að fyrsta Ís­lands­meist­ara­titli sín­um og Val­ur sem er sig­ur­sæl­asta lið­ið í karla­flokki.

Þessi lið mætt­ust þrisvar í vet­ur þar sem Sel­foss vann báða leiki lið­anna í deild­inni en Val­ur vann ör­ugg­an sig­ur þeg­ar lið­in mætt­ust í átta liða úr­slit­um bik­ars­ins á Sel­fossi í fe­brú­ar.

Hauk­ar eru með heima­leikja­rétt­inn gegn Eyja­mönn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.