Eik kom­in inn á heims­leik­ana

Fréttablaðið - - SKOÐUN - – kpt

Oddrún Eik Gylfa­dótt­ir er kom­in inn á heims­leik­ana í CrossFit ann­að ár­ið í röð eft­ir að hafa lent í öðru sæti í undan­keppni í Sj­ang­haí.

Þetta verð­ur í ann­að skipt­ið sem Eik tek­ur þátt í ein­stak­lingskeppn­inni eft­ir að hafa lent í 26. sæti síð­asta sum­ar. Hún keppti fyrst í liða­keppn­inni ár­ið 2016.

Eik lenti í öðru sæti í undan­keppni í Sj­ang­haí á eft­ir hinni norsku Krist­in Holte sem var þeg­ar bú­in að tryggja sér þátt­töku­rétt. Var því Eik næst í röð­inni og fékk þátt­töku­rétt á heims­leik­un­um sem fara fram í Banda­ríkj­un­um í sum­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.