Hót­ar öllu illu verði vél­inni ekki skil­að

Er­ind­rek­ar banda­rísks fé­lags sagð­ir hóta ís­lensk­um fé­lög­um vand­ræð­um vest­an­hafs vegna kyrr­setn­ing­ar Isa­via á flug­vél sem WOW air leigði af fé­lag­inu. Fyr­ir­tæk­ið hafn­aði sátta­til­boði fé­lags­ins. Úrskurð­ar hér­aðs­dóms að vænta á morg­un.

Fréttablaðið - - NEWS - – aá

Dul­bún­um hót­un­um um búsifjar ís­lenskra flug­fé­laga og annarra ís­lenskra fyr­ir­tækja sem selja ferð­ir til og frá Banda­ríkj­un­um eru með­al þeirra með­ala sem beitt er í deil­um banda­ríska flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins Air Lea­se Corporati­on (ALC) og Isa­via. Þetta herma heim­ild­ir Frétta­blaðs­ins. Eru er­ind­rek­ar fé­lags­ins einnig sagð­ir gefa stjórn­end­um Isa­via til kynna að spjót­um kunni að verða beint að þeim per­sónu­lega vegna máls­ins.

Mál­ið varð­ar flug­vél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isa­via hef­ur kyrr­sett vegna van­gold­inna lend­ing­ar- og annarra flug­valla­gjalda flug­fé­lags­ins.

Póli­tísk tengsl millj­arða­mær­ings­ins Steven F. Ud­var-Házy, stjórn­ar­for­manns og stofn­anda ALC, eru sterk í Banda­ríkj­un­um og ná allt til ráð­herra í rík­is­stjórn Don­alds Trump. Ud­var-Házy hef­ur ekki far­ið leynt með bræði sína vegna kyrr­setn­ing­ar Isa­via á vél ALC. Í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi fjöl­miðl­um fyrr í vik­unni seg­ir hann að allra leiða verði leit­að til að fá kyrr­setn­ing­unni hnekkt og það muni valda mikl­um álits­hnekki fyr­ir ís­lensk stjórn­völd. Seg­ir hann með­al ann­ars að leit­að verði liðsinn­is banda­rískra stjórn­valda og stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins vegna máls­ins. Heim­ild­ir blaðs­ins herma að sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi hafi átt fundi hér­lend­is vegna máls­ins. Mál­ið hef­ur þó ekki kom­ið inn á borð ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sam­kvæmt svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins.

ALC hef­ur lagt fram að­far­ar­beiðni gegn Isa­via og krefst af­hend­ing­ar flug­vél­ar­inn­ar á þeim grunni með­al ann­ars að eng­in laga­heim­ild sé fyr­ir kyrr­setn­ing­unni enda um eign þriðja að­ila að ræða. Þá er því með­al ann­ars hald­ið fram að eng­in laga­heim­ild sé fyr­ir kyrr­setn­ingu vél­ar­inn­ar þar sem flug­fé­lag­ið hafi ekki haft um­ráð yf­ir vél­inni þeg­ar fé­lag­ið var úr­skurð­að gjald­þrota. Einnig er gagn­rýnt að Isa­via hafi ekki grip­ið fyrr í taum­ana vegna vanefnda á greiðslu gjald­anna. Með at­hafna­leys­inu hafi Isa­via far­ið í bága við eig­in regl­ur.

Hin van­goldnu gjöld sem kyrr­setn­ing hinn­ar um­deildu vél­ar grund­vall­ast á nema um það bil tveim­ur millj­örð­um króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá til­teknu vél sem kyrr­sett hef­ur ver­ið held­ur fjölda annarra flug­véla sem WOW air hafði á leigu. Eft­ir fram­lagn­ingu að­far­ar­beiðn­inn­ar sendi ALC Isa­via til­boð um sátt í mál­inu þess efn­is að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notk­un­ar þeirr­ar til­teknu vél­ar sem kyrr­sett er, með þeim fyr­ir­vara þó að fé­lag­ið telji enga greiðslu­skyldu hvíla á fé­lag­inu. Isa­via hafn­aði til­boð­inu skömmu eft­ir fyr­ir­töku máls­ins í Hér­aðs­dómi Reykja­ness í gær. Mál­ið verð­ur flutt munn­lega í fyrra­mál­ið og úrskurð­ar um kröfu ALC er að vænta síð­deg­is á morg­un.

Fé­lag Ud­var-Házy er um­svifa­mest allra flug­véla­leigj­enda í Banda­ríkj­un­um og leig­ir mörg hundruð vél­ar til flug­fé­laga víða um heim.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

1. maí, al­þjóð­leg­ur bar­áttu­dag­ur verka­lýðs­ins, er í dag. Af því til­efni verða kröfu­göng­ur farn­ar víðs­veg­ar um land­ið þar sem verka­lýð­ur­inn, driffjöð­ur ís­lensks þjóð­fé­lags, vek­ur at­hygli á sín­um mál­stað.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.