Aki­hito af­sal­ar sér krún­unni og ósk­ar heims­byggð­inni allri frið­ar

Fréttablaðið - - NEWS - – þea

Aki­hito Jap­an­skeis­ari af­sal­aði sér krún­unni í keis­ara­höll­inni í Tókýó í gær. Hann varð þannig fyrsti jap­anski keis­ar­inn til þess að taka þetta skref í rúm­ar tvær ald­ir. Naru­hito krón­prins og son­ur þeirra Aki­hito og Michi­ko, tók við á mið­nætti að stað­ar­tíma með keis­araynj­una Ma­sa­ko sér við hlið.

Aki­hito byrj­aði sinn síð­asta dag sem keis­ari á því að taka þátt í shintotrú­ar­at­höfn þar sem hann bað goð­fræði­lega for­feð­ur keis­ara­ætt­ar­inn­ar um leyfi fyr­ir því að af­sala sér krún­unni, að því er BBC greindi frá.

Hinn 85 ára gamli fyrr­ver­andi keis­ari vildi stíga til hlið­ar sök­um heilsu sinn­ar og ald­urs. Í síð­ustu ræðu sinni sem keis­ari ósk­aði hann Japan og heim­in­um öll­um alls hins besta og þakk­aði kær­lega sam­fylgd­ina í gegn­um þá þrjá ára­tugi sem hann sat á keis­ara­stóli.

Hefð er fyr­ir því að valda­tíð hvers keis­ara fái sér­stakt nafn í Japan. Nú er sum sé tek­ið við Reiwa-tíma­bil­ið en Heisei-tíma­bil­ið er lið­ið und­ir lok. Reiwa hef­ur ver­ið þýtt sem fal­leg­ur sam­hljóm­ur á með­an Heisei þýð­ir frið­ur.

„Við keis­ara­hjón­in von­um að Reiwa- tíma­bil­ið ein­kenn­ist af stöð­ug­leika og vel­sæld. Ég bið fyr­ir því af öllu hjarta að Jap­an­ar og all­ir íbú­ar jarð­ar njóti frið­ar og ham­ingju,“sagði Aki­hito.

Hinn 59 ára gamli Naru­hito á eitt barn, prins­ess­una Ai­ko sem fædd­ist ár­ið 2001. Japönsk lög heim­ila kon­um ekki að erfa keis­ara­stól­inn og er föð­ur­bróð­ir Ai­ko, Fumi­hito, því orð­inn krón­prins.

NORDICPHOTOS/AFP

Aki­hito keis­ari og Michi­ko keis­araynja á loka­sprett­in­um sem keis­ara­hjón. Hin nýju, Naru­hito og Ma­sa­ko, sjást svo hér í bak­grunni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.