Katrín fund­aði með St­ur­geon

Fréttablaðið - - NEWS - Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra – þea

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fund­aði með Nicola St­ur­geon, fyrsta ráð­herra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, í Skotlandi í gær. Þetta kom fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins. Þær ræddu um sam­starfs­verk­efni smærri ríkja á sviði hag­sæld­ar, lofts­lags­mála og um sam­starf á sviði sjálf­bærr­ar ferða­þjón­ustu.

„ Það eru sterk tengsl á milli Ís­lands og Skot­lands og ég fagna mjög sam­starfi okk­ar á sviði hag­sæld­ar og sjálf­bærr­ar ferða­þjón­ustu. Við lít­um til stefnu­mót­un­ar skoskra stjórn­valda í þess­um mála­flokk­um og fleir­um, þar á með­al að því er varð­ar sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi og heim­il­isof­beldi. Þá rædd­um við sér­stak­lega um lofts­lags­mál enda löngu tíma­bært að þau mál skili sér inn í stefnu­mót­un á öll­um öðr­um svið­um,“sagði Katrín.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.