Ár­bæ­ing­ar með spenn­andi lið

Pepsi Max-deild kvenna hefst á morg­un með fjór­um leikj­um. Fréttablaðið spá­ir í spil­in og tek­ur nú fyr­ir lið­in sem verða um miðja deild. Erfitt verk­efni fram und­an í Garða­bæn­um en Ár­bæ­ing­ar hafa lit­ið vel út.

Fréttablaðið - - SPORT - hjor­[email protected]­bla­did.is

Leik­ar hefjast í Pepsi Max-deild kvenna í knatt­spyrnu á morg­un en þá fara fram fjór­ir leik­ir. Þá spila ÍBV og Breiða­blik, Stjarn­an og Sel­foss, HK/ Vík­ing­ur og KR og Fylk­ir og Kef la­vík. Um­ferð­inni lýk­ur svo með leik Vals og Þórs/KA á föstu­dag­inn.

Fréttablaðið fjall­aði um það í um­fjöll­un sinni í gær hvaða lið falla sam­kvæmt spá blaðs­ins nið­ur í næ­stefstu deild næsta haust. Nú er kom­ið að þeim fjór­um lið­um sem munu sigla lygn­an sjó og verða um miðja deild.

Daði Rafns­son, sér­fræð­ing­ur Frétta­blaðs­ins um deild­ina, hef­ur þetta að segja um lið­in sem munu ekki falla og ná ekki að blanda sér af full­um þunga í topp­bar­áttu deild­ar­inn­ar í sum­ar.

4. ÍBV: Eyjal­ið­ið hef­ur vissu­lega misst marga leik­menn og enn er óvissa um það hvernig þau skörð verða fyllt í sum­ar. Jón Óli Daní­els­son er tek­inn við lið­inu á nýj­an leik og hann þekk­ir styrk­leika deild­ar­inn­ar. Hann er van­ur þeirri stöðu að þurfa að búa til lið með öfl­ug­um er­lend­um leik­mönn­um. ÍBV mun stilla upp sterku liði sem get­ur stað­ið uppi í hár­inu á bestu lið­um deild­ar­inn­ar og verð­ur í námunda við lið­in sem munu raða sér í topp­sæt­in. Cloé Lacasse er frá­bær fram­herji sem skor­ar alltaf sín mörk og Sig­ríð­ur Lára Garð­ars­dótt­ir er öfl­ug inni á mið­svæð­inu. Jón Óli mun svo púsla í kring­um mátt­ar­stólp­ana góð­um leik­mönn­um sem munu pluma sig vel.

5. Stjarn­an: Það eru mjög breytt­ar for­send­ur hjá Garða­bæj­arlið­inu í sum­ar frá því í fyrra. Stjarn­an hef­ur misst nán­ast allt byrj­un­arlið­ið sitt frá síð­asta keppn­is­tíma­bili ann­að­hvort í önn­ur lið eða í meiðsli. Þeir leik­menn sem hafa kom­ið til liðs við Stjörn­una í vet­ur eru ekki í sama gæða­flokki og þeir sem fóru. Þó svo að Kristján Guð­munds­son sé vissu­lega klók­ur og taktískt góð­ur þjálf­ari þá mun hann ekki ná að blanda lið­inu í topp­bar­átt­una. Þetta verð­ur tíma­bil þar sem lið­ið þarf að fara í fyrsta fasa um að byggja upp öflugt lið fyr­ir næstu ár­in.

6. KR: Mér fannst Boj­ana Besic gera frá­bæra hluti með því að halda lið­inu í efstu deild síð­asta haust. Ég hefði vilj­að sjá fé­lag­ið verð­launa hana fyr­ir þá frammi­stöðu með því að gera henni kleift að fá til sín sterk­ari leik­menn. Vest­ur­bæ­ing­ar bættu reynd­ar við sig Guð­mundu Brynju [Óla­dótt­ur] sem get­ur gert góða hluti í fram­línu liðs­ins og hresst upp á sókn­ar­leik liðs­ins. Það vant­aði svo­lít­ið öfl­ug­an marka­skor­ara í lið­ið í fyrra og Guð­munda gæti gert brag­ar­bót á því. Katrín Ómars­dótt­ir og Betsy Has­sett eru frá­bær­ir leik­menn og þær ein­ar og sér sjá til þess að lið­ið fær nógu mörg stig til þess að falla ekki. Það gæti haft slæm áhrif á lið­ið að Has­sett fer til þess að leika með NýjaSjálandi á heims­meist­ara­mót­inu um mitt sum­ar en það verð­ur ekki mjög lang­ur tími.

7. Fylk­ir: Ár­bæ­ing­ar hafa á að skipa spenn­andi og skemmti­legu liði sem ég tel að muni ekki falla aft­ur nið­ur í næ­stefstu deild. Kjart­an Stef­áns­son, þjálf­ari liðs­ins, hef­ur þjálf­að flesta leik­menn liðs­ins lengi og lið­ið er með góð­an kjarna sem hef­ur spil­að lengi sam­an. Leik­skipu­lag liðs­ins er gott og leik­menn þekkja sín hlut­verk mjög vel. Lið­inu hef­ur geng­ið vel í B-deild Lengju­bik­ars­ins og hef­ur náð góð­um úr­slit­um gegn þeim lið­um sem verða í sæt­un­um í kring­um lið­ið í sum­ar. Lið­ið er ekki nógu sterkt til þess að færa sig í efri helm­ing deild­ar­inn­ar en mun að sama skapi ekki sog­ast í harða fall­bar­áttu að mínu mati. Fólk ætti að fylgj­ast vel með Ídu Ma­rín Her­manns­dótt­ur og Bryn­dísi Örnu Ní­els­dótt­ur sem eru mjög spenn­andi leik­menn. Ída Ma­rín er kraft­mik­ill mið­vall­ar­leik­mað­ur á með­an Bryn­dís Arna er mik­ill marka­skor­ari.

Ell­efu ár eru lið­in síð­an Stjarn­an var ekki með­al efstu fjög­urra liða deild­ar­inn­ar í lok tíma­bils­ins.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Fylk­is­kon­ur mæta full­ar sjálfs­trausts til leiks eft­ir stutta dvöl í In­kasso-deild­inni á síð­asta ári.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.