Þór­ar­inn er með nýj­an pitsustað á prjón­un­um

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – hvj

Þór­ar­inn Ævars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri IKEA, vinn­ur að því að opna pitsu­keðju, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Hann vildi ekki tjá sig um mál­ið í sam­tali við blað­ið.

Þór­ar­inn kom að stofn­un Dom­ino’s ár­ið 1993 og veitti fyr­ir­tæk­inu for­ystu á ár­un­um 2000 til 2005. Hann hef­ur því áð­ur byggt upp pitsu­keðju og þekk­ir því vel til rekstr­ar stærsta keppi­naut­ar­ins ef af verð­ur. Ekki er vit­að á hvaða sér­leyfi hann hef­ur auga­stað. Á með­al fjög­urra stærstu pitsu­keðja í heimi eru tvær ekki með pitsustað hér­lend­is, það er Papa John’s og Little Ces­ars. Dom­ino’s og Pizza Hut skipa sama lista en keðj­urn­ar eru þeg­ar með starf­semi hér á landi. Þór­ar­inn sagði ný­ver­ið starfi sínu lausu sem fram­kvæmda­stjóri IKEA. Hann gegndi því frá ár­inu 2006 og var síð­asti dag­ur­inn hans í því starfi í gær. Í IKEA er með pitsu­deig til sölu sem bygg­ist á sam­bæri­legri upp­skr i f t og Þór­ar­inn not­aði hjá Dom­ino’s á sín­um tíma.

Þór­ar­inn Ævars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri IKEA, starf­aði lengi hjá Dom­ino’s.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.