Fá lóð­ir und­ir fjölda íbúða í Skerja­firði

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Kij

Borg­ar­ráð sam­þykkti í liðn­um mán­uði að veita fé­lagi í eigu með­al ann­ars Hauks Guð­munds­son­ar og Pét­urs Marteins­son­ar lóða­vil­yrði til upp­bygg­ing­ar á íbúð­um fyr­ir ungt fólk og fyrstu kaup­end­ur í Skerja­firði. Er Kvika banki sagð­ur áhuga­sam­ur um að fjár­magna verk­efn­ið.

Gert er ráð fyr­ir því að allt að 72 íbúð­ir verði reist­ar á um­ræddri lóð í Skerja­firði en fé­lag­ið sem hef­ur feng­ið lóða­vil­yrð­ið, HOOS, sem er að fullu í eigu Fram­búð­ar, hef­ur und­an­far­ið átt í við­ræð­um við full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar um upp­bygg­ing­una.

Fram­búð er að helm­ingi í eigu Hauks Guð­munds­son­ar fjár­fest­is en Pét­ur Marteins­son og Guð­mund­ur Kristján Jóns­son fara báð­ir með fjórð­ungs­hlut í fé­lag­inu, að því er fram kem­ur í minn­is­blaði sem KPMG tók sam­an að beiðni Reykja­vík­ur­borg­ar.

Í minn­is­blað­inu seg­ir jafn­framt að Kvika banki, ráð­gjafi Fram­búð­ar, sé áhuga­sam­ur um að fjár­magna fram­kvæmd­ina, að ákveðn­um skil­yrð­um upp­fyllt­um, en áætl­að­ur bygg­ing­ar­kostn­að­ur er um 1,6 millj­arð­ar króna.

Við mat á ætl­uðu eig­in­fjár­fram­lagi Fram­búð­ar er gert ráð fyr­ir að all­ar íbúð­ir verði af­hent­ar í fyrsta áfanga og að verð fyr­ir 41 fer­metra íbúð verði 28 millj­ón­ir króna. Er þannig áætl­að heild­ar­sölu­verð­mæti íbúð­anna um tveir millj­arð­ar króna.

Enn frem­ur kem­ur fram að Fram­búð muni bjóða kaup­end­um brú­ar­lán fyr­ir allt að tíu pró­sent­um af kaup­verði sem ekki yrði tryggt með veði í eign­inni. Á móti mun fé­lag­ið eiga for­kaups­rétt að íbúð­um á upp­runa­legu kaup­verði þar til brú­ar­lán­ið hef­ur ver­ið greitt. –

Pét­ur Marteins­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.