Góð­ur tími til að nýta sér gervi­greind

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Helgi Sv­an­ur Har­alds­son

Nám:

Ma­ster in Mat­hematics, Uni­versity of Warwick, 2007

Störf: Leið­ir þjón­ustu Ad­vania á sviði gervi­greind­ar.

Fjöl­skyldu­hag­ir:

Gift­ur Lana Ju­neYue Lou. Sam­an eig­um við hinn sí­bros­andi Stefán sem er 11 mán­aða.

Helgi Sv­an­ur Har­alds­son var ný­lega ráð­inn til Ad­vania til að leiða þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins á sviði gervi­greind­ar. Hann seg­ir að leið­tog­ar í við­skipta­líf­inu þurfi að bera kennsl á þau tæki­færi sem fel­ast í fram­þró­un gervi­greind­ar.

Hvað felst í nýja starf­inu? Hlut­verk mitt er að standa að upp­bygg­ingu teym­is sem flétt­ar sam­an

hefð­bundna gagna­vinnslu og við­skipta­greind. Okk­ar sér­staða verð­ur að miklu leyti í arki­tekt­úr gagna, gervi­greind, spjall­bott­um og sjálf­virkni­væð­ingu. Markmið okk­ar er að að­stoða ís­lensk fyr­ir­tæki við að grípa tæki­fær­in sem fel­ast í gervi­greind. Sam­kvæmt McK­ins­ey er útlit fyr­ir að mark­að­ir með gervi­greind muni velta um 15 þús­und millj­örð­um doll­ara ár­ið 2030. Til sam­an­burð­ar má nefna að nú­ver­andi heims­hag­kerfi velt­ir um 80 þús­und millj­örð­um doll­ara. Fyr­ir­tæki af öll­um stærð­um og gerð­um munu þurfa tækni­lega fær teymi með straum­línu­lag­aða ferla til að ná raun­veru­legu for­skoti. Við er­um að rann­saka og setja sam­an slíkt teymi hjá Ad­vania og höf­um ein­mitt í því skyni ný­lega ráð­ið fjóra mjög færa ein­stak­linga til við­bót­ar.

Hvernig er Ís­land statt þeg­ar kem­ur að gervi­greind?

Á und­an­förn­um tveim­ur ár­um hef­ur gervi­greind orð­ið að­gengi­leg og gagn­leg tækni fyr­ir aðra en stór­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um. Nú er því góð­ur tími til að nýta sér tækn­ina sem hef­ur þrosk­ast nægj­an­lega fyr­ir verk­efni nú­tím­ans. Ís­lensk fyr­ir­tæki geta sann­ar­lega til­eink­að sér tækn­ina og ég held að í ár verði stig­in stór skref í þá átt.

Hvernig er morg­un­rútín­an þín? Ég vakna við að ljós­in kvikna í íbúð­inni. Fjöl­skyld­an fær sér svo eitt­hvað gott að borða sam­an en Lana er mjög metn­að­ar­full í að und­ir­búa mat. Svo velt­ur það á veðri eða hvort ég þurfi að mæta í jakka­föt­um, hvort ég fer hjólandi í vinn­una. Hver eru þín helstu áhuga­mál? Ég hef mik­inn áhuga á starfi mínu við gervi­greind og þá sér­stak­lega vís­ind­un­um við ákvörð­un­ar­töku. Ég sé fyr­ir mér bylt­ing­ar á þessu sviði. Við get­um til dæm­is ver­ið mjög góð í litl­um hóp­um og ágæt að vinna verk eft­ir hefð­bundn­um fyr­ir­tækj­astrúkt­úr en frek­ar lé­leg að taka stærri ákvarð­an­ir. Ný tækni á þessu sviði felst í því að besta gagn­sæi, traust, gæði og hraða ákvörð­un­um. Eitt já­kvætt sem hef­ur kom­ið út úr um­ræð­um um Brex­it og Trump er að hinn al­menni borg­ari er orð­inn með­vit­að­ur um að það megi kannski bæta kosn­inga­kerf­ið. Það var ekki hægt aða tala um það fyr­ir 10 ár­um.

Hvaða bók ertu að lesa eða last síð­ast?

Homo Deus eft­ir Yu­val Har­ari sem er frá­bær. Ég tengi við mik­ið af því sem hann seg­ir. Svo er ég kom­inn hálfa leið með The Secret Barrister eft­ir Jack Hawk­ins sem fjall­ar um breska rétt­ar­kerf­ið. Bæði um­fjöll­un­ar­efn­ið og tungu­mál­ið sem hann not­ar er mjög áhuga­vert.

Get­urðu nefnt dæmi um ábat­ann sem felst í gervi­greind­ar­væð­ingu?

Gervi­greind og auk­in sjálf­virkni­væð­ing fela í sér tæki­færi til þess að ein­falda sköl­un fyr­ir­tækja, auka gæði og lækka út­gjöld við við­hald ferla og upp­lýs­inga­kerfa. Sam­hliða því fæst auk­ið sam­keppn­is­for­skot fyr­ir fyr­ir­tæki eft­ir því sem mark­að­ir taka breyt­ing­um. Leið­tog­ar í við­skipta­líf­inu þurfa að bera kennsl á þessi tæki­færi og gervi­greind­art­eym­ið hjá Ad­vania er reiðu­bú­ið til þess að að­stoða við það.

Hvaða áskor­an­ir fylgja gervi­greind­ar­væð­ingu?

Ekki vera of svifa­seinn. Í grunn­inn er þetta lær­dóms­ferli og á með­an á því stend­ur rekst mað­ur á veggi og ger­ir tíma­frek mis­tök. Það get­ur svo líka tek­ið tíma að fá alla inn­an fyr­ir­tæk­is­ins til að vinna sam­an eft­ir nýju verklagi. Það er ósenni­legt að þú kom­ist langt á ráð­gjöf frá ein­stak­ling­um sem hafa ekki réttu sér­fræðikunn­átt­una. Núorð­ið hald­ast tækni og við­skipta­áætlan­ir í hend­ur í sí­aukn­um mæli. Það er lyk­il­at­riði að æðstu stjórn­end­ur hafi góða yf­ir­sýn og geti sam­hæft vinnu­brögð þar sem strategísk­ar ákvarð­an­ir eiga að hafa áhrif á arð­semi. Þessu þarf svo auð­vit­að líka að fylgja vilji til þess að yf­ir­stíga þær hindr­an­ir sem kunna að standa í vegi fyr­ir því að hægt sé að umbreyta rekstr­in­um þannig að hann skili betri arði.

Nú er því góð­ur tími til að nýta sér tækn­ina sem hef­ur þrosk­ast nægj­an­lega fyr­ir verk­efni nú­tím­ans. Ís­lensk fyr­ir­tæki geta sann­ar­lega til­eink­að sér tækn­ina og í ár verða stig­in stór skref í þá átt.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Helgi Svang­ur seg­ir að útlit sé fyr­ir að mark­að­ir með gervi­greind muni velta 15 þús­und millj­örð­um doll­ara ár­ið 2030. Heims­hag­kerf­ið velt­ir nú 80 þús­und millj­örð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.