Hagn­að­ur Ís­lands­hót­ela jókst um millj­arð

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Hagn­að­ur af rekstri Ís­lands­hót­ela, einn­ar stærstu hót­elkeðju lands­ins, meira en þre­fald­að­ist í fyrra og var sam­tals 1.430 millj­ón­ir króna bor­ið sam­an við rúm­lega 400 millj­ón­ir 2017. Stjórn Ís­lands­hót­ela, sem er að stærst­um hluta í eigu Ól­afs D. Torfa­son­ar, stjórn­ar­for­manns fé­lags­ins, legg­ur til að greidd­ur verði arð­ur til hlut­hafa að fjár­hæð 300 millj­ón­ir króna.

Tekj­ur Ís­lands­hót­ela juk­ust um rúm­lega 700 millj­ón­ir á síð­asta ári og námu sam­tals 12,1 millj­arði króna. Ís­lands­hót­el reka sautján hótel um allt land, þar af sex í Reykja­vík. End­ur­mat á fast­eign­um og lóð­um dróst veru­lega sam­an milli ára og nam 420 millj­ón­um bor­ið sam­an við 2,8 millj­arða ár­ið áð­ur. Hagn­að­ur fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta (EBTIDA) nam tæp­lega 3,4 millj­örð­um og jókst um rúm­lega 400 millj­ón­ir. Eign­ir Ís­lands­hót­ela voru bók­færð­ar á nærri 40 millj­arða í árs­lok 2018 og eig­ið fé var 16,8 millj­arð­ar.

Davíð Torfi Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.