Bríet ger­ir það gott í Hollywood

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - stein­ger­d­[email protected]­bla­did.is

ÉG HEF ÞVÍ MIÐUR OFT­AR EN EINU SINNI LENT Í ÞVÍ AÐ VERA ÁREITT OG HÓTAÐ ÖLLU ILLU FYR­IR AÐ SETJA MÍN MÖRK ÞEG­AR EIN­HVER ER AÐ FARA YF­IR STRIKIÐ.

Bríet Kristjáns­dótt­ir, eða Brie Kristian­sen eins hún er köll­uð á er­lendri grundu, starfar sem leik­kona í Hollywood og hef­ur gert það gott í sjón­varps­þátt­um á borð við Li­fe as a Mermaid, It Ta­kes a Killer og Corrupt Cri­mes. Það hef­ur margt spenn­andi á daga henn­ar drif­ið síð­an hún flutti út en Fréttablaðið fékk að spyrja Bríeti um lífið úti, ljót­ar hlið­ar brans­ans, sam­keppn­ina og ástríð­una fyr­ir leik­list­inni.

Hún er 27 ára göm­ul og ólst upp í Vest­ur­bæn­um. Í æsku var hún mik­ið í íþrótt­um og þá sér­stak­lega körfu­bolta, en í hon­um þótti hún mjög efni­leg og kom meira að segja til tals að stefna á lands­lið­ið. En sá draum­ur varð fljótt úti í kjöl­far þess að hún varð fyr­ir meiðsl­um 17 ára göm­ul. Bríet ólst upp í mjög list­elskri fjöl­skyldu, sem vafa­laust hafði sín áhrif, enda seg­ir hún aldrei neitt ann­að hafa kom­ið til greina en að verða leik­kona.

„Mig lang­aði nátt­úru­lega að gera allt sem er í boði í heim­in­um eins og marga unga krakka með öflugt ímynd­un­ar­af l en leik­list­in var

alltaf þarna á toppn­um hjá mér. Ég hélt mik­ið upp á leik­ar­ann Or­lando Bloom en það var ein­mitt setn­ing frá hon­um sem ég las í við­tali sem gerði út­slag­ið. Hann sagði eitt­hvað á þá leið að sem leik­ari þá sé mað­ur í raun í hvaða starfi sem er, einn dag­inn leiki mað­ur kannski kú­reka og þann næsta geim­fara. Og þá var það ákveð­ið, ég myndi verða leik­kona.“

Krókur­inn beygð­ist snemma og Bríet seg­ir að sem barn hafi hún alltaf ver­ið búa til leikrit og með uppistand og at­riði.

„Litla leik­kon­an gerði allt fyr­ir at­hygli,“seg­ir Bríet hlæj­andi en bæt­ir svo við: „Ég hefði aldrei getað lif­að með sjálfri mér ef ég hefði að minnsta kosti ekki lát­ið reyna á leik­list­ina. Það er upp­skrift að hörm­ung að fylgja ekki hjart­anu og láta það ráða för. Ég hef líka áhuga á mark­þjálf­un og stefni á að prufa það með leik­list­inni þeg­ar tími gefst. Von­andi get ég þá hvatt aðra

til að gera það sama og ég hef ver­ið að gera, að elta draum­ana sína.“

Bríet við­ur­kenn­ir þó að þetta hafi ekki alltaf ver­ið dans á rós­um og lífið í Hollywood hafi stund­um ver­ið hark.

„ Ég var svo sann­ar­lega ekki eina stelp­an sem var ný­kom­in til LA, til­bú­in að bóka öll hlut­verk­in í bæn­um. Þetta tók allt sam­an lang­an tíma og það er mjög erfitt að kom­ast í leik­inn ef svo mætti að orði kom­ast. Það er líka miður hvað marg­ir í brans­an­um eru til­bún­ir að segja þér að gef­ast bara upp. Mér hef­ur mörg­um sinn­um ver­ið sagt að gef­ast upp, að ég ætti að grenna mig, haga mér öðru­vísi, breyta á mér hár­inu, mála mig meira, vera fyndn­ari og vera ófyndn­ari. Mér skilst að megn­ið af fólki gef­ist bara upp og ég skil það vel.“

Bríet seg­ir þetta ekki vera fyr­ir alla og að aug­ljós­lega dragi þetta mann nið­ur á köfl­um. En svo fær hún kannski skemmti­legt verk­efni og það minn­ir hana á að halda í trúna.

„Svo um leið og mað­ur nær að bóka eitt­hvert gott verk og áhuga­vert hlut­verk, þá fer þetta að leiða eitt af öðru. Mað­ur kynn­ist fólki og bolt­inn fer að rúlla. Þá get­ur oft ver­ið meira en nóg að gera.“

Hún ber leik­list­ar­skól­an­um og nám­inu þar ekki vel sög­una en vill þó minnst um það tala.

„Ég vil bara ein­beita mér að því góða og já­kvæða enda hef­ur það hug­ar­far kom­ið mér langt. Það er óþarfi að dvelja við það leið­in­lega.“

Bríet hef­ur leik­ið í nokkr­um ís­lensk­um verk­efn­um und­an­far­in ár og seg­ir að sér finn­ist það alltaf jafn gam­an. Henni finnst margt skemmti­legt vera að ger­ast í brans­an­um heima, sem henni þætti gam­an að fá að taka þátt í.

„Það er að­al­lega snjór­inn sem fældi mig í burtu svona upp­runa­lega,“seg­ir hún hlæj­andi. ,,En það er alltaf jafn gam­an að koma heim, hvort sem það er fyr­ir verk­efni eða frí,“bæt­ir hún við.

Bríet hef­ur ver­ið með ann­an fót­inn í London og seg­ir það ein­stak­lega fræð­andi að upp­lifa leik­list­ar­heim­inn á þrem­ur svona ólík­um stöð­um. Hún seg­ir að það sé mik­ill mun­ur á að leika í London, á Íslandi og í LA.

„Það er allt ann­að að leika á móð­ur­mál­inu en ensku og það tek­ur tíma að venj­ast því. Svo er stíll­inn gjör­ólík­ur. Í Hollywood snýst þetta allt um glamúr­inn. Þar þyk­ir bara eðli­legt að kon­ur séu alltaf stíf­mál­að­ar, með gerviaugn­hár og full­kom­ið hár þeg­ar þær leika í sen­um þar sem þær vakna úr dái eft­ir bíl­slys eða álíka. Heima er þetta allt öðru­vísi og al­mennt í Norð­urEvr­ópu, þar er meira raun­sær stíll.“

Hún seg­ist hafa al­veg jafn gam­an af því að leika á sviði og í kvik­mynd en í Los Ang­eles snú­ist þetta meira um filmuna og því hef­ur hún ver­ið mest í því und­an­far­ið.

„ Ætli ég taki ekki ein­hver ár í við­bót í þeim pakka og svo lang­ar mig að reyna taka ein­hver sviðs­verk eft­ir það. Ef allt geng­ur eft­ir áætl­un mun ég von­andi fá tæki­færi á svið­inu á Íslandi. Það er al­veg gjör­ólíkt að leika á sviði og í kvik­mynd, í raun sitt­hvor vinn­an finnst mér. Ég ber mikla virð­ingu fyr­ir góð­um sviðs­leik­ur­um og finnst magn­að þeg­ar mann­eskja nær að hreyfa við hundruð­um manna með orð­un­um ein­um á svið­inu.“

Kvik­mynda­leik­ur­inn er líka krefj­andi, þótt hann sé gjör­ólík­ur, að sögn Bríet­ar. Hann sé mun erf­ið­ari en marga gruni og hún hafi nán­ast gef­ist upp eft­ir að hafa leik­ið í fyrstu sen­unni sinni í upp­töku. En Bríet neit­aði að gef­ast upp og hún var ákveð­in í að læra.

„Ég vissi að mér liði vel á sviði og ég var mjög ör­ugg með leik­list­ar­hæfi­leika mína. Við tók ströng og mik­il þjálf­un í leik­list á filmu og ég þurfti að læra tals­mát­ann, am­er­íska hreim­inn. En ég tala kannski bara fyr­ir sjálfa mig en mér finnst það hafa tek­ist frek­ar vel,“seg­ir hún bros­andi.

Bríeti finnst ein­stak­lega gam­an að leika ill­menni. Ill­ar kven­per­són­ur í þátt­um og leik­rit­um séu oft flókn­ar og það sé krefj­andi að leika þær. Á sín­um tíma rat­aði Bríet í fjöl­miðla fyr­ir þær sak­ir að hafa fót­brotn­að degi fyr­ir frum­sýn­ingu á Bug­sy Malone þeg­ar hún var í Versl­un­ar­skól­an­um. Sýn­ing­ar skól­ans eru oft stórt batte­rí og komu alls 140 manns að sýn­ing­unni.

„Tím­inn var það naum­ur að ekki var unnt að fá ann­an leik­ara í minn stað. Svo ég bara lék í hjóla­stóln­um. Og Gunn­ari Helga­syni leik­stjóra fannst það koma svo vel út að ég hélt áfram að vera í hjóla­stóln­um í sýn­ing­unni þótt ég þyrfti ekki á hon­um að halda. Gunn­ar breytti líka hand­rit­inu svo ég gæti feng­ið að leika vonda karl­inn, sem varð svo vonda kon­an, sem mér fannst al­gjör draum­ur og var ótrú­lega gam­an og ég á marg­ar góð­ar minn­ing­ar úr þeirri upp­setn­ingu.“

Tal­inu vík­ur því næst að þeim mikla og góða upp­gangi sem #met­oo bylt­ing­in hef­ur náð í Hollywood og þeirri þögg­un sem hún hef­ur reynt að upp­ræta en Bríet seg­ir þá hegð­un sem bar­ist hef­ur ver­ið gegn enn við lýði í borg­inni.

„Margt af því sem var reynt að stöðva er enn í gangi og því þarf mað­ur að hafa var­ann á. Ég hef því miður oft­ar en einu sinni lent í því að vera áreitt og hótað öllu illu fyr­ir að setja mín mörk þeg­ar ein­hver er að fara yf­ir strikið. Ég vona inni­lega að þessi óvið­eig­andi hegð­un sé að deyja út og legg mitt af mörk­um og geri það sem ég get til að hjálpa. Fólk er orð­ið meira vart við það hvað er í gangi og með aug­un op­in fyr­ir vand­an­um.“

Hún seg­ir að það hafi ver­ið erfitt að finna góða vini til að byrja með, sam­keppn­in var mik­il og því flók­ið að kynn­ast öðr­um í sömu stétt. Hún hafi þó kynnst hópi fólks sem styð­ur hvert ann­að, það hafi ver­ið henni mik­il­vægt að hafa rétta fólk­ið í kring­um sig, fólk sem vill manni það besta.

„Minn drauma­dag­ur hérna í LA væri að byrja dag­inn með kaffi­bolla og bók, hug­leiða og fara í göngu í fjöll­un­um hér í kring. Setj­ast svo nið­ur í spjall með vin­um mín­um og hjálp­ast að við að ná mark­mið­um okk­ar. Hljóm­ar eins og klisja, en það er al­veg satt. En stærsti draum­ur­inn er auð­vit­að að fá að halda áfram að lifa á list­inni,“seg­ir Bríet glað­leg að lok­um.

MYND/JON­ATH­AN EDZANT

„Það er upp­skrift að hörm­ung að fylgja ekki hjart­anu og láta það ráða för,“seg­ir Bríet.

MYND/ANTONÍA LÁRUSDÓTTIR

Sam­keppn­in í Los Ang­eles er mik­il.

MYND/FORLOVE PRODUCTIONS

Plakat fyr­ir kvik­mynd­ina ECO sem Bríet lék eitt að­al­hlut­verk­ið í.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.