Ætla ekki leng­ur að bíða og biðja

Sá tími er lið­inn að verka­lýðs­hreyf­ing­in sé bara í bar­áttu­hug einu sinni á ári. Þetta sagði formað­ur Efl­ing­ar í ræðu sinni á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. For­seti ASÍ sagði að bar­átta hreyf­ing­ar­inn­ar fyr­ir jöfn­uði væri líka bar­átta fyr­ir betra sam­fé­lagi.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - sig­hvat­[email protected]­bla­did.is FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

„ Sá tími er lið­inn að við lát­um okk­ur nægja að bíða og biðja,“sagði Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, þeg­ar hún ávarp­aði fjölda­sam­komu á Ing­ólf­s­torgi í gær, í til­efni af al­þjóð­leg­um bar­áttu­degi verka­lýðs­ins.

Sól­veig Anna fór í ræðu sinni yf­ir við­burða­rík­an vet­ur kjara­bar­áttu og verk­falla. Hún sagði að and­lýð­ræð­is­leg­asta fólk­ið á Íslandi hafi brjál­ast vegna krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hreyf­ing­in hafi ver­ið út­hróp­uð og köll­uð glæpa­fólk, land­ráða­menn og hyski.

„ Sá tími er lið­inn að við lát­um okk­ur nægja að fara bón­leið til að kreista út þús­und­kalla frá auð­stétt­inni. Við er­um hér og þau skulu venj­ast því,“sagði hún.

Á Akur­eyri sagði Drífa Snæ­dal í ræðu sinni að það væri áhyggju­efni að mis­rétti hafi ver­ið að aukast und­an­farna ára­tugi.

„Það er göm­ul saga og ný að til að ná völd­um er minni­hluta­hóp­um stund­um att sam­an, eins og til dæm­is ör­yrkj­um og inn­flytj­end­um eða lág­launa­fólki og eldri borg­ur­um. Það er nauð­syn­legt fyr­ir lýð­ræði og mann­rétt­indi að við lát­um ekki glepj­ast af slík­um til­raun­um.“–

„Við ætl­um ekki leng­ur að fórna okk­ur sjálf­um fyr­ir þjóð­fé­lag sem bygg­ir á órétt­læti og arð­ráni. Nei, við ætl­um að breyta þjóð­fé­lag­inu,“sagði Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Ef ling­ar, í ræðu sinni á úti­fundi á Ing­ólf­s­torgi í gær á al­þjóð­leg­um bar­áttu­degi verka­lýðs­ins.

Sól­veig Anna fór í ræðu sinni yf­ir við­burða­rík­an vet­ur kjara­bar­áttu og verk­falla. Hún sagði að and­lýð­ræð­is­leg­asta fólk­ið á Íslandi hafi brjál­ast vegna krafna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hreyf­ing­in hafi ver­ið út­hróp­uð og köll­uð glæpa­fólk, land­ráða­menn og hyski.

„Þau sem hafa lát­ið sem það væri nátt­úru­lög­mál að þau hafi enda­laus völd til þess að ákveða lífs­skil­yrði okk­ar, af­komu, að­stæð­ur, voru op­in­ber­uð sem van­stillt­ir lodd­ar­ar og arð­ráns­kerf­ið op­in­ber­að­ist sem það svo sann­ar­lega er. Kerfi tryllts órétt­læt­is hef­ur feng­ið að stig­magn­ast síð­ustu ára­tugi,“sagði Sól­veig Anna.

Sá tími væri lið­inn að verka­lýðs­hreyf­ing­in væri að­eins í bar­áttu­hug einu sinni á ári.

„ Sá tími er lið­inn að við lát­um okk­ur nægja að bíða og biðja. Sá tími er lið­inn að við lát­um okk­ur nægja að fara bón­leið til að kreista út þús­und­kalla frá auð­stétt­inni. Við er­um hér og þau skulu venj­ast því.“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, hélt að­al­ræð­una í dag­skrá há­tíð­ar­hald­anna á Akur­eyri. Drífa lagði í ræðu sinni áherslu á að þau sam­fé­lög þar sem jöfn­uð­ur ríkti væru und­an­tekn­inga­laust betri sam­fé­lög en þau þar sem ójöfn­uð­ur ríkti.

„ Bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar er því ekki bar­átta ein­stakra hópa fyr­ir betri kjör­um held­ur bar­átta fyr­ir betri heild og betra sam­fé­lagi,“sagði Drífa.

Það væri áhyggju­efni að mis­rétti hafi ver­ið að aukast und­an­farna ára­tugi. Þá væri mik­il­vægt að hrinda árás­um á lýð­ræð­ið. Til væru þeir sem sjái sér hag í því að grafa und­an trú fólks á lýð­ræð­inu, með­al ann­ars með því að ala á and­úð gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

„Það er göm­ul saga og ný að til að ná völd­um er minni­hluta­hóp­um stund­um att sam­an, eins og til dæm­is ör­yrkj­um og inn­flytj­end­um eða lág­launa­fólki og eldri borg­ur­um. Það er nauð­syn­legt fyr­ir lýð­ræði og mann­rétt­indi að við lát­um ekki glepj­ast af slík­um til­raun­um.“

Drífa fór einnig yf­ir þær breyt­ing­ar sem eru að eiga sér stað á vinnu­mark­aði. Verka­lýðs­hreyf­ing­in þurfi

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ

að þró­ast í takt við tíð­ar­and­ann til að tak­ast á við risa­vaxn­ar áskor­an­ir.

„Við meg­um aldrei gefa af­slátt af áunn­um rétt­ind­um, kjör­um og ör­yggi á vinnu­stað held­ur leita leiða til að bæta enn frek­ar í. Það eru stór verk­efni sem bíða okk­ar en verka­lýðs­hreyf­ing­in á Íslandi er vel skipu­lögð grasrót­ar­hreyf­ing og til­bú­in í það sem koma skal.“

Bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar er því ekki bar­átta ein­stakra hópa fyr­ir betri kjör­um held­ur bar­átta fyr­ir betri heild og betra sam­fé­lagi.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir.

Finn­ur Arn­ar mynd­list­ar­mað­ur Þor­steinn Bald­urs­son iðn­að­ar­mað­ur Lilja Þor­geirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ÖBÍ Þóra Leós­dótt­ir, formað­ur Iðju­þjálf­a­fé­lags Ís­lands

Ég er mætt­ur hing­að eins og venju­lega. Ég er mik­ill að­dá­andi lúðra­sveit­ar­inn­ar Svans þannig að ég labba alltaf á eft­ir þeim hing­að nið­ur eft­ir. Loks­ins er­um við bú­in að eign­ast al­vöru verka­lýðs­for­ingja. Þetta var ótrú­lega flott ræða hjá Sól­veigu Önnu. 1. maí hef­ur enn þá hlut­verki að gegna og er góð áminn­ing en ég tek und­ir það sem hún sagði. Ég reyni að koma hing­að á hverju ári til að taka þátt í þessu með ein­hverj­um hætti. Það hef­ur ver­ið ágjöf núna á vinn­andi fólk þetta ár. Það má ekki sofna á verð­in­um held­ur halda áfram bar­átt­unni en henni lýk­ur aldrei. Það eru upp­sagn­ir í gangi úti um allt og ég er einn af þeim. Nú þarf ég að fara að huga að at­vinnu­leit. Þetta er bar­átta sem er í gangi allt ár­ið. Við fögn­um þess­um degi því þar sam­ein­umst við og leggj­um okk­ar lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að ná okk­ar mark­mið­um fram því það þarf að bæta kjör­in. Þessi dag­ur á enn þá fullt er­indi því eins og við vit­um öll hef­ur ójöfn­uð­ur í hinum vest­ræna heimi auk­ist ár frá ári. Núna blas­ir hann við og úr því þarf að bæta. Þeir sem eru ör­yrkj­ar í dag hafa mjög marg­ir ver­ið á vinnu­mark­aði á lág­um laun­um og þurft að vinna mikla auka­vinnu. Það þarf að hugsa um vel­ferð fólks á vinnu­mark­aði þannig það búi við mann­sæm­andi kjör. Þess vegna telj­um við ríka ástæðu til að við tök­um þátt í þess­um degi. Það er mjög mik­ið sam­starf milli okk­ar og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Við er­um mjög ánægð með það. Það er mjög mik­il­vægt að fólk komi svona sam­an og sýni sam­stöðu.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, og Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur ÖBÍ. Þær voru með­al ræðu­manna á Ing­ólf­s­torgi í gær ásamt Sonju Ýr Þor­bergs­dótt­ur, formannni BSRB.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.