Í klóm of­beld­is

Heim­il­isof­beldi og elti­hrell­ar eru mál sem oft er mjög erfitt að glíma við inn­an rétt­ar­kerf­is­ins. Víða skort­ir skiln­ing og úr­ræði oft ekki nægi­lega sterk gegn ger­anda.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Gunn­þór­unn Jóns­dótt­ir gunnt­hor­[email protected]­bla­did.is Ari Brynj­ólfs­son [email protected]­bla­did.is

479 brota­þol­ar leit­uðu til Bjark­ar­hlíð­ar ár­ið 2018.

Eft­ir að lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tók upp breytt verklag við með­ferð á heim­il­isof­beld­is­mál­um hef­ur til­kynn­ing­um til lög­reglu fjölg­að mik­ið. Fjölg­un til­kynn­inga gef­ur ekki endi­lega merki um að mál­in séu í raun fleiri en áð­ur held­ur að fleiri til­kynni til lög­reglu.

Það er hins veg­ar býsna al­gengt að kon­ur sem hafa ver­ið í of­beld­is­sam­bönd­um losni ekki við menn­ina og það er einnig al­gengt að of­beld­inu sé hrein­lega ekki lok­ið þó þær slíti sam­band­inu. Þó að áfanga­sigr­ar hafi náðst eins og að kom­ast út af heim­il­inu, fá skiln­að, fá for­sjá yf­ir börn­um og eign­ast sitt eig­ið heim­ili og fleira þá er ótrú­lega al­gengt að þær séu ekki laus­ar.

Það er erfitt að fá hjálp frá hinu op­in­bera við að losna und­an viðj­um of­beld­is­manna og svo­kall­aðra elti­hrella. Þeg­ar um heim­il­isof­beldi er að ræða er átt við maka, fyrr­ver­andi maka, barn eða ætt­ingja sem beit­ir of­beldi en elti­hrell­ir get­ur ver­ið allt á und­an tal­ið eða hver ann­ar sem er sem áreit­ir við­kom­andi.

Úr­ræði sem í boði er til að sporna gegn heim­il­isof­beldi eru lög um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili en hvað elti­hrella varð­ar skort­ir úr­ræði.

Of­beldi sem þetta get­ur tek­ið á sig ýms­ar mynd­ir. Það get­ur ver­ið lík­am­legt, and­legt, kyn­ferð­is­legt, fjár­hags­legt, of­sókn­ir og f leira. Einnig get­ur of­beld­ið ver­ið þess eðl­is að ger­and­inn minni bara á sig endr­um og eins, með því t.d. að hringja, senda sms eða póst­kort, leggja bíln­um fyr­ir ut­an heim­il­ið, senda blóm eða kveðju í gegn­um ein­hvern sem þekk­ir brota­þola. Stund­um get­ur það hljóm­að sak­leys­is­lega en hef­ur gríð­ar­lega streitu­vald­andi áhrif og skap­ar ótta­blandn­ar til­finn­ing­ar.

Sig­þrúð­ur Guð­munds­dótt­ir er fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins. Hún tek­ur á móti blaða­manni í Kvenna­at­hvarf­inu sem er eins og hlý­legt heim­ili. Þar eru 12 her­bergi fyr­ir kon­ur sem geta kom­ið þang­að og leit­að skjóls ef að­stæð­ur á heim­il­inu eru þess eðl­is að ekki sé hægt að búa þar. Lít­il stúlka gef­ur sig á tal við blaða­mann og spyr um nafn. Hún seg­ir að bróð­ir henn­ar sofi úti í vagni. Það er lík­lega erfitt fyr­ir marga að setja sig inn í svona að­stæð­ur sem ekki hafa upp­lif­að þær á eig­in skinni. Enda seg­ir Sig­þrúð­ur að í svona mál­um skorti oft skiln­ing til þess að betr­um­bæta kerf­ið fyr­ir fólk sem upp­lif­ir heim­il­isof­beldi.

Sig­þrúð­ur seg­ir að um 300-400 kon­ur leiti í Kvenna­at­hvarf­ið á ári og um 130 kon­ur búa

þar á ári en það sé hins veg­ar langt í frá að vera raun­veru­leg tala þeirra kvenna sem eru beitt­ar ein­hvers kon­ar of­beldi.

Sam­kvæmt rann­sókn frá 2008 eru um 1.500 kon­ur á ári beitt­ar hvers kyns of­beldi af hálfu maka eða fyrr­ver­andi maka.

„Við hitt­um eitt­hvað í kring­um 400 kon­ur en það er kannski bara brota­brot af raun­veru­leik­an­um. Sum­ar leita sér að­stoð­ar ann­ars stað­ar en svo er stór hóp­ur sem leit­ar sér hvergi að­stoð­ar.“

Sig­þrúð­ur seg­ir að hægt sé að skipta hóp þeirra sem leit­ar í Kvenna­at­hvarf­ið í tvennt, ann­ars

veg­ar kon­ur sem eru í of­beld­is­sam­bandi og þurfa að­stoð við að sjá að þær eru í þeirri stöðu og stuðn­ing til að koma sér úr sam­band­inu eða hrein­lega lifa það af. Þeir sem þekkja þær kon­ur hafa e.t.v. ýtt á þær að panta sér tíma í við­tal en þeim finnst þær sjálf­ar ekki endi­lega þurfa á því að halda og átta sig ekki á því að um sé að ræða heim­il­isof­beldi.

„Oft hef­ur of­beld­is­mað­ur­inn tal­ið þeim trú um að þetta sé eitt­hvað sem þær ýti sjálf­ar und­ir. Of­beld­is­mað­ur­inn hef­ur svo gott að­gengi að hugs­un­um kon­unn­ar og því er bú­ið að telja henni trú um alls kon­ar vit­leysu. Við skýr­um þá út fyr­ir henni hvað við telj­um vera of­beldi og að­stoð­um hana við að ákveða hvað hún vill gera. Sum­ar eru ekki að fara frá mann­in­um, vilja það ekki eða eru ekki til­bún­ar til þess. Þá reyna þær að finna ein­hverja leið til þess að lifa þetta af eða að kom­ast í gegn­um ákveðna tíma og svo taka þær kannski aðra ákvörð­un síð­ar,“seg­ir Sig­þrúð­ur.

Hinn hóp­ur­inn sæk­ir í Kvenna­at­hvarf­ið vegna fyrr­ver­andi maka sem læt­ur þær ekki í friði.

„Vissu­lega er­um við að mjak­ast í átt að meiri skiln­ingi fyr­ir heim­il­isof­beldi en það ger­ist of hægt. Sér­stak­lega hvað börn varð­ar. Bar­næsk­an er svo stutt og þess vegna þurfa hlut­irn­ir að ger­ast hratt. Það sem okk­ur finnst vera skort­ur á í með­ferð­um í rétt­ar­kerf­inu er að for­saga máls­ins skuli ekki vera sett í sam­hengi. Þetta er ekki bara ein­hver pirr­andi mann­eskja sem brota­þoli losn­ar ekki við, held­ur er þetta að­ili sem hef­ur mögu­lega ógn­að lífi manns og jafn­vel lim­um, gert brota­þola hrædd­an um líf sitt því það er vit­að hvað ger­and­inn get­ur gert þó hann sé kannski ekki að gera það. Ger­and­inn veit ná­kvæm­lega hversu langt hann get­ur geng­ið án þess að hann lendi í kasti við lög­in,“seg­ir Sig­þrúð­ur.

„Þetta geta ver­ið hót­an­ir, ógn­an­ir, eigna­spjöll eins og t.d. með því að skemma bíla, eða bara óþægi­leg­ar orð­send­ing­ar eða skila­boð í gegn­um ein­hverja sem báð­ir að­il­ar þekkja.“

Það er því mið­ur ekki oft sem nálg­un­ar­bann fæst í gegn í kerf

Fram­hald á síðu 14

Við hitt­um eitt­hvað í kring­um 400 kon­ur á ári en það er kannski bara brota­brot af raun­veru­leik­an­um.

Sig­þrúð­ur Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins

inu. Töl­ur sína það að í fyrra fengu að­eins 5% af kon­un­um sem leit­uðu í at­hvarf­ið nálg­un­ar­bann á ger­anda sinn. Þá hef­ur úr­ræði um nálg­un­ar­bann ver­ið gagn­rýnt fyr­ir að vera ekki nógu sterkt.

„ Mér finnst úr­ræð­ið með nálg­un­ar­bann vera svo ofsa­lega veikt vegna þess að það þarf svo gríð­ar­lega mik­ið að hafa geng­ið á og vera svo lík­legt að það haldi áfram að ganga á. Ef að­ili er bú­inn að pynta ann­an á ein­hvern hátt, hvort sem það er lík­am­lega, and­lega, kyn­ferð­is­lega eða hvernig sem er og við­kom­andi er að reyna að koma und­ir sig fót­un­um á ný, þá þyk­ir mér eðli­legt að fá nálg­un­ar­bann,“seg­ir Sig­þrúð­ur. Hún seg­ir það erfitt að greina hvar vand­inn liggi þeg­ar kem­ur að því að auka ör­yggi kvenna sem lenda í svona erf­ið­um að­stæð­um, hvort það séu lög­in sjálf eða beit­ing lag­anna en tel­ur það lík­legt að skiln­ing skorti. „Mér finnst vera mik­ið skiln­ings­leysi á því hvað sak­leys­is­leg­ar uppá­kom­ur geta ver­ið mik­il ógn­un ef þær eru sett­ar í sam­hengi við það of­beldi sem kon­an hef­ur ver­ið beitt,“seg­ir Sig­þrúð­ur. „Að sumu leyti snýst þetta um inn­grip og hafa rök­in ver­ið þau að hið op­in­bera ætti síð­ur að blanda sér inn í einka­líf fólks. Við segj­um á móti að það er rosa­legt inn­grip ef kona þor­ir ekki út úr húsi. Ég er svo sem sam­mála því að það þurfi að fara var­lega í það að hafa inn­grip inn í líf fólks en mér finnst samt sem áð­ur of var­lega far­ið þar sem að þetta nálg­un­ar­bannsúr­ræði er ekk­ert sér­stak­lega íþyngj­andi fyr­ir ger­anda.“

En hvaða þýð­ingu hef­ur nálg­un­ar­bann?

„Stund­um hef­ur það nátt­úru­lega enga þýð­ingu en stund­um hef­ur það áhrif. Það myndi hafa sterk­ari þýð­ingu ef brot á því hefði raun­veru­lega refs­ingu í för með sé. Það verð­ur að vera lægri þrösk­uld­ur hvað brot á því varð­ar. Það hef­ur ver­ið þannig að menn hafa brot­ið gegn bann­inu og sett sig í sam­band við brota­þola án þess að það hafi ein­hverj­ar sér­stak­ar af­leið­ing­ar.“

Sig­þrúð­ur seg­ist vilja sjá nálg­un­ar­bannsúr­ræð­ið mun sterk­ara, auð­veld­ara að fá það í gegn og fljót­virk­ara. Ef brot­ið sé gegn því hefði það raun­veru­leg­ar af­leið­ing­ar.

„Ég held að það sé það mik­il­væg­asta.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.