Gunn­ar seg­ist ekki hafa ætl­að að vinna bróð­ur sín­um mein

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - bg

Vi­dar Zahl Arntzen, verj­andi Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­son sem grun­að­ur er um að hafa skot­ið hálf­bróð­ur sinn til bana í smá­bæn­um Mehamn í Norð­ur-Nor­egi um síð­ast­liðna helgi, seg­ir að Gunn­ar Jó­hann haldi því fram að um slys hafi ver­ið að ræða.

Gunn­ar Jó­hann var yf­ir­heyrð­ur í nokkr­ar klukku­stund­ir í gær, frá tíu í gær­morg­un til hálf fimm síð­deg­is. Vi­dar Zahl seg­ir að Gunn­ar Jó­hann sé nið­ur­brot­inn vegna máls­ins en hann ját­aði brot­ið við hand­töku.

Við yf­ir­heyrslu neit­aði hann því að hann hafi ætl­að að meiða bróð­ur sinn. „Hann ætl­aði sér aldrei að meiða bróð­ur sinn, það er að­al­at­rið­ið,“sagði Vi­dar Zahl í sam­tali við RÚV.

Gunn­ar, sem á lang­an saka­fer­il að baki, hafði áð­ur ver­ið úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann gagn­vart hálf­bróð­ur sín­um, sem nú er lát­inn. Gunn­ar Jó­hann birti færslu á Face­book þar sem hann virt­ist játa á sig verkn­að­inn. Í þeirri færslu bað hann fjöl­skyldu sína af­sök­un­ar á voða­verk­inu. –

NORDICPHOTOS/GETTY

Frá smá­bæn­um Mehamn í Norð­ur-Nor­egi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.