Juli­an Assange dæmd­ur til nær árslangr­ar fang­elsis­vist­ar

Rit­stjóri Wiki­leaks seg­ir að hneyksli hafi átt sér stað þeg­ar dóm­stóll í Lund­ún­um beitti ýtr­ustu refs­ingu við broti Juli­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, og dæmdi hann í 50 vikna fang­elsi. Assange sagði að­það hafi ekki ver­ið ætl­un sín að koma fram við star

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - kjart­[email protected]­bla­did.is

„Í grunn­inn sner­ist þetta mál um hefnd, og það læt­ur mig missa trú á breska dóms­kerf­inu í þeirri bar­áttu sem fram und­an er.“Þetta sagði Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, í gær þeg­ar hann ávarp­aði blaða­menn á tröpp­un­um fyr­ir ut­an Sout­hwark Crown-dóm­hús­ið í Lund­ún­um. Nokkr­um mín­út­um áð­ur hafði dóm­stóll­inn dæmt Juli­an Assange, ann­an stofn­enda Wiki­leaks, til 50 vikna fang­elsis­vist­ar fyr­ir að hafa svikist und­an trygg­ingu.

Hinn ástr­alski Assange, sem er 47 ára gam­all, var hand­tek­inn í sendi­ráði Ekvador í Lund­ún­um í apríl. Þar hafði hann dval­ið síð­ast­lið­in sjö ár. Assange leit­aði hæl­is í sendi­ráð­inu ár­ið 2012 til að forð­ast framsal til Sví­þjóð­ar eft­ir að hann var kærð­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot þar. Það mál hef­ur ver­ið fellt nið­ur.

Assange hef­ur hald­ið því fram að framsal til Sví­þjóð­ar hefði á end­an­um fært hann í hend­ur banda­rískra yf­ir­valda en þau hafa lengi leit­að leiða til að hafa í hend­ur í hári hans vegna birt­inga á trún­að­ar­gögn­um í gegn­um Wiki­leaks.

Í dómsaln­um í gær var bréf sem Assange hafði rit­að les­ið. Þar baðst hann af­sök­un­ar og sagð­ist hafa ver­ið í mikl­um erf­ið­leik­um með þær að­stæð­ur sem hann var í á með­an á dvöl hans stóð í sendi­ráð­inu. Þá ít­rek­aði hann að það hafi ekki ver­ið ætl­un sín að koma fram við starfs­menn sendi­ráðs­ins af virð­ing­ar­leysi. „Ég gerði það sem ég taldi rétt á sín­um tíma, þetta var að lík­ind­um það eina sem ég gat gert,“sagði í bréfi Assange, sem verj­andi hans, Mark Sum­mers, las upp.

Sum­mers taldi að það ætti að hafa áhrif til mild­un­ar refs­ing­ar að Assange hafi ver­ið heltek­inn af ótta við að verða fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna.

Enn ligg­ur fyr­ir framsalskrafa Banda­ríkja­manna og á eft­ir að koma í ljós hvort Bret­ar muni fram­selja Assange. Framsalskraf­an bygg­ir á brot­um sem Banda­ríkja­stjórn tel­ur Assange hafa fram­ið ár­ið 2010 vegna sam­sær­is við Chel­sea Mann­ing. Wiki­leaks birti þá hundruð þús­unda skjala um stríðs­að­gerð­ir, ör­ygg­is­sveit­ir Íraka og mann­fall með­al al­mennra borg­ara í land­inu. Sú um­fjöll­un hófst með frétt­um sem birt­ar voru í Rík­isút­varp­inu í mars ár­ið 2010.

Jeremy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins í Bretlandi, hef­ur hvatt bresk stjórn­völd til að láta ekki und­an kröf­um Banda­ríkja­manna.

NORDICPHOTOS/GETTY

Jenni­fer Robins, lög­mað­ur Wiki­leaks, og Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, ávarpa fjöl­miðla í gær.

Juli­an Assange.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.