Verða að kanna notk­un piparúða á mót­mæl­end­ur

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - bg

Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur sent er­indi Semu Erlu Ser­d­ar, fyr­ir hönd Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­ur og flótta­fólk á Íslandi, til lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til með­ferð­ar. Til­efn­ið er­ind­is­ins var fram­ganga lög­reglu sem beitti piparúða á mót­mæl­end­ur sem voru sam­an komn­ir á Aust­ur­velli 11. mars.

„Það var ekki fyrr en lög­regl­an stillti sér upp og fór að ýta við mót­mæl­enda­hópn­um að til rysk­inga kom, sem end­aði með því að lög­regl­an beitti piparúða á mót­mæl­end­urna,“seg­ir Sema. Hún seg­ist hafa ósk­að eft­ir því við nefnd­ina að fram­ferði lög­reglu yrði skoð­að. Hún bað um svör við spurn­ing­um um verklags­regl­ur um notk­un á piparúða og hvort lög­reglu beri að út­vega þeim að­stoð sem fyr­ir hon­um verði.

Nefnd­in ákvað að taka er­ind­ið ekki til með­ferð­ar held­ur vís­aði mál­inu til með­ferð­ar hjá lög­reglu­stjór­an­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Sam­kvæmt lög­um ber lög­reglu­stjóra að taka kvört­un­ina til með­ferð­ar og taka síð­an af­stöðu til henn­ar og skila til nefnd­ar­inn­ar sem síð­an get­ur tek­ið ákvörð­un um að hefja með­ferð máls eð­ur ei, þá sér­stak­lega ef um refsi­verða hátt­semi er að ræða.“–

Sema Erla Ser­d­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.