Klár­um verk­ið

Fréttablaðið - - SKODUN -

Þeir sem koma inn í glæsi­leg­an Eld­borg­ar­sal­inn í tón­list­ar­hús­inu Hörpu taka fljót­lega eft­ir stóru kassa­laga inn­skoti of­ar­lega á enda­vegg sal­ar­ins of­an við hljóm­sveitar­pall­inn. Kass­inn er ekki fyr­ir miðju held­ur að­eins til vinstri frá áhorf­end­um séð. Þarna var fyr­ir­hug­uðu org­eli ætl­að­ur stað­ur fyr­ir rúm­lega 10 ár­um.

Svo kom efna­hags­hrun­ið mikla sem skall á þjóð­inni á haust­dög­um 2008 og hafði skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar í sam­fé­lag­inu. Bygg­ing tón­list­ar- og ráð­stefnu­húss í Reykja­vík stöðv­að­ist í miðju kafi. Sem bet­ur fer náð­ist sam­staða á milli rík­is og borg­ar um að halda fram­kvæmd­um áfram. Næst­um því full­bú­ið tón­list­ar­hús var tek­ið í notk­un í maí ár­ið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tek­ist að ljúka við. Það vant­aði fyr­ir­hug­að org­el í stærsta saln­um, Eld­borg. Eng­ir pen­ing­ar voru til org­el­kaupa og síð­an þá blas­ir við efri hluti enda­veggj­ar eins og hér er lýst. Verk­inu er sem sagt ólok­ið.

Org­el í Eld­borg yrði eitt hljóð­færa í eða með hljóm­sveit. Ekki ein­leiks­hljóð­færi nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. Fjöldi sin­fón­ískra tón­verka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án org­els. Svo sem Alpasin­fón­ía Rich­ards Strauss og Org­els­in­fónia eft­ir Saint-Saëns . Til eru marg­ir konsert­ar fyr­ir org­el og hljóm­sveit og má þá nefna eitt dæmi okk­ur tengt, op. 7 eft­ir Jón Leifs. Org­el í saln­um gæti líka orð­ið tón­skáld­um hvatn­ing til að semja tón­verk fyr­ir org­el og hljóm­sveit

Sin­fón­ískt org­el þyrfti að vera af ákveð­inni stærð en ekki endi­lega með mörg þús­und píp­ur. Í Hall­gríms­kirkju höf­um við stórt, frá­bært org­el sem hent­ar mjög vel sem ein­leiks­hljóð­færi. Þannig yrði org­el í Hörpu ekki í sam­keppni við org­el Hall­gríms­kirkju.

Vel hönn­uð fram­hlið org­els yrði prýði fyr­ir sal­inn og gæti þannig glatt augu og eyru tón­leika­gesta. Hljóð­fær­ið ætti ekki að hindra svið­setn­ingu óperu.

Ráð­stefnu-og tón­leika­hús­ið Harpa get­ur orð­ið eins kon­ar musteri tón­list­ar á Íslandi. Ljúk­um smíði þess. Þá fyrst geta Ís­lend­ing­ar tal­ist al­vöru menn­ing­ar­þjóð.

Ráð­stefnu-og tón­leika­hús­ið Harpa get­ur orð­ið eins kon­ar musteri tón­list­ar á Íslandi. Ljúk­um smíði þess.

Ingi­mund­ur Gísla­son augn­lækn­ir

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.