Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands og karl­arn­ir

Fréttablaðið - - SKODUN - Erla Dor­is Hall­dórs­dótt­ir doktor í sagn­fræði og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur

Ídag fagn­ar Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands 100 ára af­mæli sínu. Fé­lag­ið var stofn­að 2. maí ár­ið 1919 og voru stofn­fé­lag­ar 20 kon­ur, allt lærð­ar ljós­mæð­ur. Fé­lag­ið er fyrsta fé­lag fag­lærðra kvenna á Íslandi. Fé­lag­ar í Ljós­mæðra­fé­lagi Ís­lands hafa hing­að til ein­göngu ver­ið kon­ur enda fá ein­göngu lærð­ar ljós­mæð­ur inn­göngu og enn sem kom­ið er hef­ur að­eins einn karl­mað­ur lært til ljós­móð­ur en það var ár­ið 1776. Þó á Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands karl­mann að heið­urs­fé­laga, Har­ald Pét­urs­son, sem var gerð­ur að heið­urs­fé­laga í því ár­ið 1979. Har­ald­ur tók sam­an mik­ið safn hand­rita, sem geymdu á ann­að þús­und nöfn og ævi­skrár ljós­mæðra frá ár­inu 1761. Þær upp­lýs­ing­ar eru varð­veitt­ar í ljós­mæðra­tali, Ljós­mæð­ur á Íslandi. Þar eru nöfn 1626 ein­stak­linga, þar af níu karl­manna, sem sinntu ljós­móð­ur­störf­um hér á landi rétt eft­ir miðja 18. öld og fram til loka 19. ald­ar.

Hvers vegna sækja karl­ar ekki í ljós­mæðra­nám?

Kon­ur eru nú farn­ar að sækja inn í rót­grón­ar karla­stétt­ir í nokkr­um mæli og þær vekja ávallt at­hygli og sá karl­mað­ur í stétt hjúkr­un­ar­fræð­inga sem myndi sækja um ljós­móð­ur­nám myndi ef­laust einnig vekja mikla at­hygli. Er það vegna þess­ar­ar at­hygli sem eng­inn karl­mað­ur sæk­ir um að kom­ast í ljós­móð­ur­nám á Íslandi?

Ljós­móð­ur­starf­ið er rót­grón­asta kvenn­astarf sem fyr­ir­finnst. Þeg­ar yf­ir­setu­kvenna­skóli tók til starfa í Reykja­vík ár­ið 1912 voru ákvæði um að um­sækj­end­ur að skól­an­um yrðu að vera kon­ur og það sama gilti þeg­ar Ljós­mæðra­skól­inn tók til starfa ár­ið 1933. Þeg­ar lög­in um hann voru num­in úr gildi með lög­um um Ljós­mæðra­skóla Ís­lands ár­ið 1964 var í fyrsta skipti not­að hug­tak­ið „nem­end­ur“í stað „kon­ur“um um­sækj­end­ur. Orð­ið „kona“kom ekki fyr­ir í þeim lög­um. Þrátt fyr­ir þessa breyt­ingu fann eng­inn karl­mað­ur á Íslandi sig knú­inn til að sækja um að kom­ast í nám­ið. Til­gang­ur­inn með fyrstu jafn­rétt­is­lög­um hér á landi, lög­um um jafn­rétti kvenna og karla ár­ið 1976, var að stuðla að jafn­rétti og jafnri stöðu kvenna og karla, bæði til at­vinnu og mennt­un­ar. Þrátt fyr­ir það sótti eng­inn karl­mað­ur held­ur um að kom­ast í nám­ið í kjöl­far þeirra laga. Ár­ið 1982 varð gerð krafa um próf í hjúkr­un­ar­fræði til að kom­ast í ljós­mæðra­nám hér á landi – sem varð ekki neitt frek­ar til þess að karl­kyns hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sæktu um að kom­ast í nám­ið.

Fyrsti karl­kyns ljós­móð­ir í Nor­egi

Í Nor­egi varð hjúkr­un­ar­fræði á sama hátt und­an­fari ljós­móð­ur­náms 10 ár­um áð­ur, eða ár­ið 1972, og þá gátu karl­kyns hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar haf­ið nám í ljós­móð­ur­fræði þar í landi í fyrsta sinn. Göm­ul ljós­mæðra­lög frá 1898 voru þá num­in úr gildi með því að fella nið­ur orð­ið „kona“þeg­ar fjall­að var um um­sækj­end­ur að ljós­mæðra­námi og í stað­inn sett orð­ið „hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur“. Ár­ið 1974 ákvað ung­ur norsk­ur karl­mað­ur sem var hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, Jan Bakke að nafni, að sækja um að kom­ast í ljós­móð­ur­fræði við ljós­mæðra­skól­ann í Björg­vin í Nor­egi. Hann hafði kynnst störf­um ljós­mæðra og fannst þau heill­andi. Jan Bakke lauk ljós­mæðra­námi í Nor­egi ár­ið 1978 og telst fyrst­ur til að ljúka ljós­mæðra­námi þar í landi. Eig­in­kona hans, Kirsti Bakke, er einnig ljós­móð­ir og eru þau fyrstu og einu hjón­in í Nor­egi sem eru bæði mennt­að­ar ljós­mæð­ur. Norð­menn hafa ekki breytt starfs­heiti ljós­mæðra þrátt fyr­ir til­komu karla í stétt­ina og hef­ur Jan sama starfs­heiti, jor­d­mor, og kven­kyns ljós­mæð­ur. Í til­efni af 100 ára af­mæli Ljós­mæðra­fé­lags Ís­lands koma hjón­in hing­að til lands til að fagna með ís­lensk­um koll­eg­um sín­um. Þann 5. maí nk., á al­þjóða­degi ljós­mæðra, verð­ur opn­uð sýn­ing sem ber heit­ið „Við tök­um vel á móti þér“í Þjóð­ar­bók­hlöð­unni og eru það Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands, Lands­bóka­safn Ís­lands – Há­skóla­bóka­safn og Kvenna­sögu­safn Ís­lands sem standa að sýn­ing­unni. Við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar held­ur Jan Bakke er­indi um reynslu sína sem fyrsta karl­kyns starf­andi ljós­móð­ir­in í Nor­egi og lýs­ir hann með­al ann­ars því að­kasti sem hann varð fyr­ir í störf­um sín­um, hvort sem það var af hendi vinnu­fé­laga sinna – ljós­mæðra, fæð­andi mæðra eða al­menn­ings. Í ljósi reynslu Jans má spyrja hvort við­brögð­in við veru hans í ljós­mæðra­stétt séu til marks um að kon­um hafi þótt hann gera um of inn­rás í heim sinn – kvenna­heim og kvenna­menn­ingu – þar sem körl­um væri ekki ætl­að sæti og hvort það sé enn við­horf­ið í sam­fé­lag­inu í dag. Sýn­ing­in er öll­um op­in án að­gangs­eyr­is.

Fé­lag­ar í Ljós­mæðra­fé­lagi Ís­lands hafa hing­að til ein­göngu ver­ið kon­ur enda fá ein­göngu lærð­ar ljós­mæð­ur inn­göngu og enn sem kom­ið er hef­ur að­eins einn karl­mað­ur lært til ljós­móð­ur en það var ár­ið 1776.

Ný­bök­uð móð­ir með ný­fætt barn sitt í fangi sínu og önn­ur þrjú uppi í rúmi hjá sér í Reykja­vík í byrj­un 20. ald­ar. Ung­barnadauði var gríð­ar­mik­ill hér á landi fyrr á öld­um en þeg­ar líða tók á 19. öld fór að draga úr hon­um. Meðganga og fæð­ing gat einnig ver­ið kon­um bana­biti. Vel mennt­uð ljós­mæðra­stétt á Íslandi á hins veg­ar stór­an þátt í þeirri já­kvæðu þró­un að bæði ung­barnadauði og mæðra­dauði er nú af­ar sjald­gæf­ur hér á landi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.