Byrj­ar vel und­ir flóð­ljós­un­um

Fréttablaðið - - SPORT - – kpt

At­vinnukylf­ing­ur­inn Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir úr GL lék fyrsta hring­inn á pari á Omega Du­bai Moon­lig­ht Classic-mót­inu sem fer fram í Sa­mein­uðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um þessa vik­una. Eins og nafn­ið gef­ur til kynna fer mót­ið fram þeg­ar tek­ið er að dimma í Du­baí og er völl­ur­inn lýst­ur upp með flóð­ljós­um. Er þetta í fyrsta sinn sem at­vinnu­mótaröð af þess­ari stærð­ar­gráðu spil­ar mót á flóð­lýst­um velli.

Val­dís fékk fjóra fugla, fjóra skolla og tíu pör í gær og deildi 21. sæti á pari vall­ar­ins. At­vinnukyl f ing­arni r leika með heima­fólki fyrstu tvo hring­ina en á loka­hringn­um er far­ið aft­ur í hið venju­lega keppn­is­fyr­ir­komu­lag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.