Þor­vald­ur Gylfa­son skrif­ar um póli­tík­ina í Bras­il­íu.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Þor­vald­ur Gylfa­son

Sao Pau­lo – Bras­il­ía er fimmta stærsta og fjöl­menn­asta land heims. Að­eins Rúss­land, Kan­ada, Banda­rík­in og Kína eru stærri að flat­ar­máli. Að­eins í Kína, Indlandi, Banda­ríkj­un­um og Indó­nes­íu býr fleira fólk.

Portú­gal­ar fundu Bras­il­íu 22. apríl 1500, átta ár­um eft­ir að Kristó­fer Kól­umbus tók land í Mið-Am­er­íku 1492. Portú­gal­ar stofn­uðu ný­lendu í Bras­il­íu og stóð sú skip­an þar til Bras­il­íu­menn tóku sér sjálf­stæði 1822. Flest önn­ur Suð­ur-Am­er­íku­lönd brut­ust und­an yf­ir­ráð­um Spán­verja um svip­að leyti og tóku sér sjálf­stæði. Leið þá ný­lendu­veldi Portú­gala og Spán­verja í Suð­ur-Am­er­íku und­ir lok um 130-140 ár­um á und­an ný­lendu­veldi Breta og Frakka í Afríku og As­íu.

Þrjú smá­lönd á norð­ur­strönd Suð­ur-Am­er­íku fóru aðra leið. Gvæj­ana sem hét áð­ur Brezka Gvæj­ana tók sér ekki sjálf­stæði frá Bret­um fyrr en 1966. Súrínam sem hét áð­ur Hol­lenzka Gvæj­ana tók sér sjálf­stæði 1975. Fr­anska Gvæj­ana er enn­þá frönsk ný­lenda og sýn­ir ekk­ert far­arsnið á sér und­an yf­ir­ráð­um Frakka. Þannig er Suð­ur-Am­er­íka. Þar er allt til í dæm­inu.

Fjöl­menn­ing

Bras­il­íu­menn eru nú 208 millj­ón­ir tals­ins. Fólks­mergð­in er fjöl­breytt. Bras­il­íu­menn rekja upp­runa sinn til Evr­ópu, Afríku og Aust­ur-As­íu auk Indjána og Araba. Hvít­ir menn, af­kom­end­ur Portú­gala, Ítala, Spán­verja og Þjóð­verja, eru tæp­ur helm­ing­ur mann­fjöld­ans (48%). Fjór­ir af hverj­um tíu þræl­um sem voru flutt­ir vest­ur um haf frá Afríku lentu í Bras­il­íu. Af­kom­end­ur þræl­anna hafa blandazt öðr­um íbú­um lands­ins í rík­ari mæli en t.d. í Banda­ríkj­un­um. Minna ber því á kyn­þátta­for­dóm­um og mis­mun­un af þeirra völd­um í Bras­il­íu en í Banda­ríkj­un­um. Bland­að­ir íbú­ar Bras­il­íu eru kall­að­ir brún­ir og nema um 43% mann­fjöld­ans og blökku­menn 8%. Íbú­ar af asísk­um upp­runa eru rösk­lega 1% af heild­inni og inn­fædd­ir Indján­ar inn­an við 1% enda strá­féllu for­feð­ur þeirra og mæð­ur eft­ir land­nám Portú­gala úr sjúk­dóm­um sem Portú­gal­arn­ir báru með sér og ónæmis­kerfi frum­byggj­anna réð ekki við fyr­ir nú ut­an all­ar blóðsút­hell­ing­arn­ar.

Bras­il­ía vitn­ar um getu manna af ólík­um upp­runa til að lifa sam­an í sæmi­legri sátt og friði. Samt er bil­ið milli ríkra og fá­tækra breið­ara en víð­ast hvar ann­ars stað­ar í álf­unni og heim­in­um öll­um og veld­ur tog­streitu og úlfúð milli sam­fé­lags­hópa en heima­menn hafa samt hald­ið frið­inn nema þeg­ar her­inn brauzt til valda 1964 og hélt þeim með harðri hendi í 20 ár. Hern­um tókst með klók­ind­um að koma her­for­ingj­un­um und­an laga­legri ábyrgð á gróf­um mann­rétt­inda­brot­um ólíkt því sem gerð­ist í Ar­g­entínu, Úrúg­væ, Síle og Perú.

Fram­kvæmd­ir við sum­ar­bú­stað (!)

Nýr for­seti Bras­il­íu, Ja­ir Bol­son­aro, tók við embætti í árs­byrj­un. Hann er all­ur á bandi Trumps Banda­ríkja­for­seta, mær­ir gömlu her­for­ingja­stjórn­ina og aðr­ar slík­ar og seg­ist held­ur vildu eiga dauða syni en sam­kyn­hneigða. Hann náði kjöri þar eð Lula da Silva fv. for­seti var svipt­ur rétt­in­um til að bjóða sig fram og sit­ur í fang­elsi fyr­ir fjár­böð­un og mútu­þægni, nán­ar til­tek­ið fyr­ir að hafa lát­ið mútu­veit­and­ann bera kostn­að­inn af fram­kvæmd­um við sum­ar­bú­stað sinn (þú last þetta rétt). Skoð­anakann­an­ir fyr­ir kosn­ing­ar í fyrra bentu til að Lula myndi ná kjöri á ný þrátt fyr­ir spill­ing­ar­mál­in sem hann var bendl­að­ur við. Hann seg­ir úr fang­els­inu að vit­firring­ar stjórni nú land­inu. Ekki færri en 150 bras­il­ísk­ir stjórn­mála­menn og við­skipta­fé­lag­ar þeirra hafa feng­ið fang­els­is­dóma í mesta mútu­hneyksli sem sög­ur fara af í Suð­ur-Am­er­íku. Í þeim hópi eru m.a. þrír fv. rík­is­stjór­ar í Ríó-hér­aði sem sitja nú inni vegna spill­ing­ar.

Rétt­ar­kerf­ið og radd­ir fólks­ins

Hvernig gat þetta gerzt? Hvaða slys hafði bor­ið að hönd­um?

Það sem gerð­ist var að ný­ir, vask­ir sak­sókn­ar­ar töldu tíma vera kom­inn til að há­ir og lág­ir væru jafn­ir fyr­ir lög­um. Venju­legt fólk í Bras­il­íu er lang­þreytt á land­lægri spill­ingu og fagn­ar þess­um um­skipt­um. Svip­að hef­ur gerzt í mörg­um öðr­um Suð­ur-Am­er­íku­lönd­um, t.d. í Perú þar sem einn fv. for­seti, Al­berto Fujimori, sit­ur inni og ann­ar, Al­an Garcia, svipti sig lífi um dag­inn frek­ar en að sæta hand­töku vegna gruns um mútu­þægni. Trump for­seti sæt­ir nú um 20 sjálf­stæð­um rann­sókn­um frá Kali­forn­íu til Virg­in­íu og New York vegna gruns um ým­is lög­brot, gruns sem marg­ir telja jaðra við vissu. Benja­mín Net­anya­hu, nýend­ur­kjör­inn for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, stend­ur í svip­uð­um spor­um og það gera æ fleiri stjórn­mála­for­ingj­ar um all­an heim.

Gallup gef­ur Bras­il­íu lága ein­kunn fyr­ir spill­ingu því þar sögð­ust 63% að­spurðra telja spill­ingu út­breidda í stjórn­mál­um lands­ins 2012 bor­ið sam­an við 67% í Síle (eins og á Íslandi), 76% í Ar­g­entínu og 81% í Perú.

Fólk­ið hef­ur feng­ið sig fullsatt af spill­ingu. Rétt­ar­kerf­ið heyr­ir nú loks­ins radd­ir fólks­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.