Nýr GLB frá Mercedes Benz

Fell­ur á milli GLA og GLC í stærð en er gróf­gerð­ari og hærri en þeir báð­ir. Mun á seinni stig­um einnig bæði bjóð­ast í AMG-út­gáfu og með raf­magns­mó­tor­um.

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Mercedes Benz kynnti hinn smá­vaxna GLA jepp­ling ár­ið 2013 og hinn stærri GLC tveim­ur ár­um seinna. Nú er kom­ið að bíl sem ligg­ur á milli þeirra í stærð, þ.e. GLB. Hér sést

þessi bíll svo til til­bú­inn til fjölda­fram­leiðslu og það mun vænt­an­lega gleðja marga hversu skemmti­lega gróf­gerð­ur hann er og til­bú­inn til átaka. Við kynn­ingu Mercedes Benz á bíln­um not­uðu þeir Benz menn ein­mitt orð­ið „robust“fjöl­mörg­um sinn­um við lýs­ingu á bíln­um nýja og tengdu hann líka við G- Class gerð­ina stóru sem vissu­lega hef­ur vinn­ing­inn er kem­ur að gróf­leika í smíði jeppa Mercedes Benz, enda fer þar upp­haf­lega her­bíll. Í raun er GLB mun nær GLC í stærð en GLA, enda er hann að­eins um 3 cm styttri. GLB er hins veg­ar næst­um 25 cm hærri en GLC og það und­ir­strik­ar jeppa­eig­in­leika bíls­ins og að auki stend­ur hann á mjög stór­um og gróf­um dekkj­um sem hækka hann tals­vert.

Verð­ur með þrjár sætarað­ir

Í GLB eru þrjár sætarað­ir sem bend­ir til þess að Benz ætli hon­um mik­ið hlut­verk á Banda­ríkja­mark­aði. Í þriðju sætaröð­inni eru þó að­eins tvö sæti en Benz menn segja að þar fari vel um full­orðna far­þega. Mikl­ar still­ing­ar eru á ann­arri sætaröð­inni og með­al ann­ars má færa þá sætaröð fram og aft­ur um 14 senti­metra, allt eft­ir því hvað best hent­ar hverju sinni. Bíll­inn er með íburð­ar­mik­illi inn­rétt­ingu þar sem rán­dýrt leð­ur og við­ar­inn­legg­ing­ar eru í að­al­hlut­verk­um.

Vél­in í bíln­um er 2,0 lítra for­þjöppu­drif­in og fjög­urra strokka vél sem ork­ar 224 hest­öfl. Það ger­ir hann 16 hest­öfl­um öfl­ugri en GLA, en 17 hest­öfl­um fá­tæk­ari en GLC. Sjálf­skipt­ing­in er 8 gíra og með tveim­ur kúpl­ing­um. Bíll­inn mun bæði fást fjór­hjóla­drif­inn og fram­hjóla­drif­inn. Bíll­inn mun fara í sölu í lok árs eða í byrj­un þess næsta. Á seinni stig­um mun GLB fást bæði í AMG-út­gáfu og með raf­magns­mó­tor­um.

Bíll­inn mun fara í sölu í lok árs. Á seinni stig­um mun GLB fást bæði í AMG-út­gáfu og með raf­magns­mó­tor­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.