Eldræða Sól­veig­ar

Fréttablaðið - - SKODUN -

Hafi ein­hverj­ir hald­ið að skoll­ið væri á ró­legt frið­ar­tíma­bil á vinnu­mark­aði í kjöl­far þess að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hef­ur tek­ið gildi, hefði sá hinn sami þurft að vera á Ing­ólf­s­torgi á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, hélt þar mikla eldræðu sem virt­ist fara mjög vel of­an í við­stadda. Hún tal­aði með­al ann­ars um að for­herð­ing­in og firr­ing­in sem birst hafi verka­lýðs­hreyf­ing­unni í vet­ur hafi ver­ið ógeðs­leg en henni bæri samt að fagna. Þau sem telji sig hafa enda­laus völd til að ákveða lífs­skil­yrði og af­komu verka­lýðs­ins hefðu ver­ið op­in­ber­uð sem van­stillt­ir lodd­ar­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.